- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
348

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

348

Sauðfjárrækt

vera í því, svo að breidd aðalhússins verður lengd
fjárhús-anna og þarf þvi aðalhúsið að vera þvi lengra sem
fjárhús-in eru fleiri; húsið er bygt undir langásum og garða- og
jöturúm afmarkað með stoðunum. Fleirstæðuhús er tekur
200 fjár og skift er i 4 hús að innan, þarf að vera 28 álna
langt og 14 álna breitt, verður þá hvert fjárliúsanna 14 álua
langt og 7 álna breitt. Slik liús voru fyrir síðustu aldamót
fyrst bygð i vestanverðri Húnavatnssýslu og útbreiddust
þaðan um sunnanverða Strandasýslu og vestanverða
Dala-sýslu.1) Samstæðuliús þessi þykja hafa ýmsa kosti, en lika
ýmsa galla. Pau eru lekagjarnari vegna breiddarinnar en
minni hús, og eru viðarfrek, þvi máttarviðir og undirviðir
þurfa að vera langir og sterkir og allur umbúnaður hinn
vandaðasti; fleirstæðuhúsin verða því dýr ef þau eiga að
vera vel gerð og til frambúðar. I vestanverðri
Húnavatns-sýslu fóru menn siðar að bvggja fjárhús i öðru formi, sem
þóttu hentugri og ódýrari, hin svonefndu langhús.
»Aðal-breytingin liggur i þvi, að húsin snúa eins og he}*hlaðan
eða tóftin, sem þau eru bygð við. Ur húsinu og inn i
hlöð-una eru að eins einar dyr. Frá tóftardyrunum er svo
hlað-inn dálitill bálkur að garðanum, þvert yfir þá króna, sem
nær er tóftinni. Bálkur þessi má vel vera mjórri en
sjálf-ur garðinn og hafa svipaðan umbúnað eins og á
aðalgarð-anum: jötustokka og garðabönd. Að eins tvær útid}’r eru
á húsum þessum, sinar við hvorn endagafl; hús þessi má
hafa miklu lengri en einstæðuhús með gamla laginu. eu þó
er óþægilegt að hafa þau mikið yfir 30 álnir á milli gafla að
innan, eða svo að þau taki um 100 fjár. Heyið verður eigi
eins jafnt i löngum görðum og jetst misjafnara«.á)

far sem fjörubeit er mikil, eins og á Yesturlandi, standa
fjárhúsin oftast við sjóinn, á sævar.bakkanum. verður að
hafa sórstaka tilhögun i þeim, af þvi að féð bleytir mjög
undir sér. Yar þá gamla lagið að moka miklu af sandi inn

’) Benóní Jónasson: Um fjárhúsab}-ggingar o. fl. (Búnaðarrit IX,
1895, bls. 81—107). IJar er nákvæm lýsing á b\Tggingu slíkra húsa og
tilhögun allri.. Sbr. Búnaðarrit XVI, bls. 219—221.

*) Baldvin Eggertsson: Nýtt fjárhúslag (Freyr II. 1905, bls. 66—68).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0366.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free