- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
350

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

350

Sauðfjárrækt

hafa sína jötu við hvorn hliðvegg; en margir reisa þar
fjár-hús með kálfasperrum og hafa risið liátt, en veggina lága;
en sá er ágallinn, að þeir setja sperrurnar á vegginn og
hafa að eins hellublað undir, svo þegar veggurinn bilar. þá
bilar líka öll grindiu. Heyrt höfum vér, að einstöku menn
séu farnir að hafa þar mænirása i fjárhúsum og stoðir undir
af miðju gólfi, svo þeir þurfi ekki að rífa nema aðra hlið
hússins þegar annar hliðarveggurimi bilai^.1) Um miðja 19.
öld voru fjárhús i Gullbringusýslu viða mjög léleg. Þannig
segir »Hirðir« 1857 að djralæknar hafi sagt, að fjárhús í

r

Arness- og Borgarfjarðarsvslum séu sæmilega há og rúmgóð,
»en sjálfir höfum vér séð, segir höfundurinn, þau fjárhús í
Gullbringusýslu, er eigi hafa verið meira en 4—5 álnir á
á breidd, og sum eigi nema 3 álnir á hæð upp i mæniás,
og þegar enginn strompur er á slikum húsum, en fé hnept
þar inn, sem fiest má komast, er þá nokkur furða þó óþrif
komi í fóð’?«2)

Algengast mál á garðafjárhúsum, eins og þau tiðkuðust
á Norðurlandi og annarstaðar, var 1869 talið þannig:
»Vegg-ir á hæð l3/4—2 álnir; breidd hússins 12 fet milli veggja,
þar af tekur garðiun yfir 3x/g—33/i fet,en króin, sin hvoru
meg-in við garðann, liðug 4 fet, en 4^/a —5 fet höfð frá innra
dyrakampi að fremsta enda garðans; þ. e. garðinn er hafður
nálægt 5 fetum styttri heldur en húsið er á lengd. Með
þessari breidd hússins og bili frá garða að dyrum er hverri
kincl ætlað eitt fet af garðanum, svo við 30 feta garða geta
etið 30 fjár fullorðið hvoru megin, eður samtals 60 í liúsinu,
og geta einnig jafnmargar kindur legið þar, þegar breidd
þess og öðru er hagað, eins og fyr er sagt. Risið á
hús-inu verður að vera það fram yfir krossreist, sjálfsagt hér á

1) Bóndi. Rvík 1851, I, bls. 10.

2) Hirðir I, 1857, bls. 22. Á alþingi 1857 komust menn að þeirri
niðurstöðu, að rifa skyldi öll fjárhús á þeim bæjum, þar sem
fjárkláð-inn gjörði vart við sig veturinn áður, og byggja þau upp á öðrum

stað, háum og þurlendum, með þeirri stærð og lagi, sem tiltekið er í
stjórnarbréfi 2. marz 1776. Úr þessu varð þó ekki neitt, þótti
ófram-kvæmanlegt Vegna kostnaðar og timbureklu. Hirðir I, bls. 16.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0368.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free