- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
351

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fjárhús

351

Suðurlandi, að fullkominn meðalmaður geti gengið
upprétt-ur og með hatt á höfði eftir garðanum, án þess hann reki
sig upp undir vaglbita.*1)

Um fjárhús á Suðurlandi segir Sveinn Sveinsson 1875:
»Fjárhúsin eru næstum alstaðar langtum lakari en fyrir
norðan, og á mörgum bæjum er eigi hús fyrir meira en
helming af öllu fénu, hinu er gefið út á gaddinn í hvaða
veðri sem er. Húsin eru altof þröng og það svo, að þegar
eg bar saman fjárfjöldann við ferhyrningsmálið á
húsgólf-inu, komu ekki meira en þrjú ferhyrningsfet á hverja kind.
Fyrir norðan og austan er oftast haft svo rúmt í húsunum,
að 6 ferhyrningsfet koma á hverja kind.«2) Sæmundur
Eyj-ólfsson segir 1885, að þá séu fjárborgir enn algengar i
sum-um sveitum i Skaftafellssyslum og viða engar jötur i
fjár-húsum og því fénaði altaf gefið úti hvernig sem viðrar.2)

Hallgrimur Þorbergsson lýsir 1907 fjárhúsum svo á
Norðurlandi, þau eru viðast smá og standa dreift, »jatan er
eftir miðju húsi og tvær krær — garðar sem sumir kalla —
sin hvoru megin við hana. Viðast eru þau einstæð, en svo
eru til hús sem kallast iieirstöðuhús, það eru tvö eða fleiri
hús undir sama risi. I sárfáum húsum eru
brynningastokk-ar, og það eru engir fóðurgangar, heldur er gengið eftir
jötunum þegar fóðrið er látið i þær. Eftir því sem við má
búast eru húsakynnin góð í Strandasýslu og sumstaðar i
Eyjafirði. í Strandasýslu eru fleirstæðuhús með. allstórum
gluggum og góðri birtu; i þeim eru sórstakar jötur fyrir
snjó eða vatnsstokkar í þeirra stað, og það hafa þau fram
yfir húsin eins og þau gerast alment í hinum sýslunum;
viðast eru áfastar við húsin stórar hlöður. Pess má og geta,
að sumstaðar eru járnþök þar á fjárhúsum og hlöðum«.
Viða i Eyjafjarðarsýslu eru fremur góð hús, björt og
vegg-há, en öll eru þau með torfþaki, I Skagafirði eru minni
gluggar og veggir lægri. I Húnavatnssýslu eru menn helzt

») Skýrsla búnaðarfélags Suðuramtsins 1868-1870. Rvík 1870,
bls. 8.

*) Skýrsla búnaðarf. Suðuramtsins 1874-76. Rvík 1877, bls. 45.

8) Skýrsla búnaðarf. Suðuramtsins 1884-86. Rvík 1887, bls. 28.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0369.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free