- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
362

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

36S

386 Sauðfjárrækt

sinn fyrir’illa hirðingu og fóðurskort. Þessi lög voru siðar
endurskoðuð og upp úr þeim smiðuð lög 26. febr. 1898 og
lög 9. febr. 1900, sem nú eru numin úr gildi með
forða-gæzlulögum 10. nóv. 1913. I lögunum 9. febr. 1900 var
því meðal annars bætt við. að kjósa skuli á
hausthreppa-skilum 2—4 menn til þess að hafa eftirlit með
fóðurbirgð-um hreppsbúa og meðferð búpenings i hreppnum. A
tima-bilinu 1. marz til 15. mai ár hvert áttu skoðunarmenn
þess-ir að skoða allan búpening i hreppnum og fóðurbirgðir
bænda. Fyrir horfellir voru sektir hækkaðar, dagpeningar
ætlaðir skoðunarmönnum og lögð við sekt ef þeir vanræktu
sk}Tldur sinar. Horfellislögin hafa verið mjög óvinsæl, enda
hefir þeim aldrei verið hlýtt og aldrei framfylgt af
yfirvald-anna hálfu. Islendingar hafa aldrei verið löghlýðnir, enda
aldrei haft neitt verulegt aðhald af einbeittu
framkvæmdar-valdi.1) A alþingi 1887 kom fram frumvarp til laga um
hev-ásetning, sern Páll Briem flutti. Yar ætlast til að samþyktir

r

væru gerðar í sveitum, er siðar gætu fengið lagagildi.
Asetn-ingsmenn áttu að fara um sveitirnar og setja búpening á
hey; áttu þeir að hafa vald til að skera af heyjum ef fóður
þótti vanta. Ennfremur heimilaði frumvarpið sýslunefndum
að gera samþyktir um heyforðabúr og kornforðabúr. á
kostn-að sýslu- eða sveitarsjóða. Frumvarp þetta komst að eins
gegnum neðri deild og var felt í efri deild. Á þinginu
1889 var málið tekið upp að nýju, en fóll þá með jöfnum
atkvæðum. Um frumvarp þetta urðu töluverðar umræður
i blöðunum.2)

Á hinni 20. öld, einkum siðan 1908, hefir mikið verið
rætt og ritað um þá hættu. sem landinu stendur af
liafísn-um og hörðu árferði. Hafa umræðurnar þegar haft nokkur

*) Sig. Stefánsson: Horfellislögin (Pjóðviljinn XIII, 1899, bls. 26
—27). Fjallkonan XVI, 1899. bls. 169-170, Dýravinurinn VII, bls.
33-34. Sbr. Austri I, 1884, bls. 38-39. ísafold VIII, 1881, bls. 116.
E. Briem: Um fóðurbirgðir (ísafold IX, 1882, bls. 91-92, 107—108,
109—110).

s) Sbr. Fjallkonan 1888, nr. 7, 12, 26-27; 1889 nr. 6. Pjóðólfur
1887, nr. 42-44; 1888, nr. 16—17, 20; 1886, nr. 50-51. ísafold 1887
nr. 37, 57. -

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0380.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free