- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
363

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Heyásetuing

363

áhrif á löggjöfina, en hjá oss er oft langt frá lögura til
fram-kvæmda og árangur lagaboðanna um þessi mál er ennþá
lítill. Vonandi verður ekki langt þangað til að menn hafa
fundið einhver ráð til þess að tryggja framtíð
landbúnaðar-ins í hörðu árferði. Islenzkur bændaljfður á sér varla
við-reisnar von ef hann ekki getur lagað sig eftir beinum
nátt-úruskilyrðum, rekið af sér ámælin fyrir óforsjála ásetning
og trygt sór grundvöll tilveru sinnar með hyggilegum
hall-æris-ráðstöfunurn. fví mun þó ekki þurfa að kvíða,
þjóð-ina vantar hvorki vit nó þekkingu, svo þetta hlýtur að
lag-ast með aukinni menningu og með samvinnu þings og þjóðar.

r

Torfi Bjarnason i Olafsdal barðist manna mest fyrir
ráðstöfunum til vátryggingar fyrir búskapinn í harðindum,
skrifaði hverja greinina annari snjallari til þess að brýna
fyrir mönnum hver hætta gæti verið á ferðum. og benda á
hvað gera skyldi. Guðmundur Björnsson landlæknir skrifaði
lika áhrifamikla og málsnjalla ritgjörð um »Næstu
harðind-in«, sem að maklegleikum vakti mikla eftirtekt;1) i þessari
skörunglegu hugvekju kemst hann að þeirri niðurstöðu, að
til bjargráða só nauðsynlegt að bæta samgöngur við þau
hóruð, sem geta innilokast af hafis, stofna tryggingarsjóði
fyrir bændur gegn grasbresti og fóðurskorti, fyrir sjómenn
gegn fiskleysi, og flytja á hverju hausti öruggar
vetrar-birgðir af kornmat i öll kauptún, sem lokast geta af is og
hafa þar kornhlöður eða kornforðabúr. Vill höf. láta landið
taka að sér alla verzlun með kornmat og á stjórnin að hafa
umsjón með, að altaf séu nægilegar kornbirgðir, hvað sem
upp á kann að koma. Hin fyrsta grein Torfa Bjarnasonar
hét »Landplágan mesta«8) og kom út 1909: þar kemst hann
að þeirri niðurstöðu, að trygging gegn skepnufelli í
harð-indum só fóðurforðabúr með korn eða hey eða hvorttveggja
i sambandi við rækilegar heyja- og gripaskoðanir og
strang-ar reglur um heysölu. Skýrir hann svo nánar hvernig þessu

1) G Björnson: Næstu harðindin. Rvík 1913, 62 bls.; áður
prent-að í Lögróttu.

») Búnaðarrit XXIII, bls. 177- 190. Sbr. Búnaðarrit XXV, bls.
142-146.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0381.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free