- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
364

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

36S

386 Sauðfjárrækt

megi fyrir koma og stingur upp á að landssjóður greiði
helming þess kostnaðar, sem árlega leiðir af fóðurgeymslu
og eftirliti, og telur hann þaun kostnað mundi verða 25 þús.
kr. Siðar skrifaði Torfi enn 5 ritgjörðir um sama efni1) og
er i þeim öllum ýms fróðleikur um búnaðarástandið og
góð-ar varúðarreglur og leiðbeiningar. Meðal annars stingur
hann upp á að stofnaður só sórstakur harðindasjóður og
bendir á lýsi sem kraftfóður fyrir fénað i viðlögum o. s. frv.
Hann telur lieyforðabúr og kornforðabúr engan veginn
ein-hlit gegn hallærishættunni. frjáls samtök um ásetning og
heyfyrningar verði nú sem fyrr að vera aðalatriðið. En til
þess að koma málefnum þessum i viðuuanlegt horf. þarf
duglegar upphvatningar, undirróður og leiðbeiningar i hverri
sveit. Að siðustu (1914) vill Torfi láta landssjóð leggja
fram að minsta kosti tvo þriðju parta af öllum kostnaði við
heyásetningareftirlitið, fóðurforðabúr og bjargráðasjóð.

Með bréfi til stjórnarráðsins dags. 7. sept. 1908 vakti
Landbúnaðarfélag Islands máls á þvi, að komið væri á fót
kornforðabúrum til skepnufóðurs og að landssjóður lánaði
hreppsfélögum 1910 og 1911 50 þús. kr. í þessu skyni, en
búnaðarfélagið bauðst til að koma upp skýlum yfir kornið.
Pað varð úr að þingið 1909 heimilaði 10 þús. kr. lán hvort
árið til að stofna kornforðabúr; lög þar að lútandi voru
staðfest 9. júlí 1909, og er sýslunefndum heimilað að gera
samþyktir fyrir einn hrepp eða fleiri um kornforðabúr til
skepnufóðurs.2) Hinn 11. júli 1911 voru samþykt lög um
heyforðabúr er gefa sýslunefndum hina sömu heimild um
stofnun þeirra sem um kornforðabúrin, auk þess má i
slik-um samþyktum ákveða heyásetningareftirlit. Árskostnað

’) Lítil ádrepa um heyáaetning og fóðurforðabúr. (Búnaðarrit
XXV, 1911, bls. 193—207). Um fóðurforðabúr (s. st. XXVI, 1912, bls.
257—281). Enn um heyásetning (s. st. XXVII, 1913, bls. 81-95, 182
-213). Hallærisvarna málið (s. st. XXVIII, 1914, bls. 241—256). Um
tryggingu búfjár gegn harðindum (s. st. XXIX, 1915, bls. 198—214).

s) Jón Guttormsson hafði löngu áður (1878) stungið upp á að
al-þingi kæmi upp kornforðabúrum í hverjum hreppi á kostnað
hrepps-sjóða og samdi lagafrumvarp þar að lútandi. sjá Isafold V, 1878, bls.
29-30, 33-34.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0382.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free