- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
369

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fóöur sauðfónaðar

369

kg. í einstöku sveitum er heyeyðslan miklu minni en
með-altölin fyrir heilar sýslur, í Skaftártungu t. d. 20 kg., þar
sem bezt er beit i Mýrasýslu 40 kg. A Melrakkasléttu, á
Langanesi, í Fjallasveit og á sumum bæjum i Vopnafirði og
á Langanesströndum er i meðalárum svo sem ekkert gefið.

r

A Melrakkasléttu er getið um 7—8 vetra gamlar ær, sem
aldrei liöfðu bragðað hey.1) Annars er heygjöfin eðlilega
mjög mismunandi eftir kringumstæðum, árferði, landslagi
og gróðrarfari og i ýmsum mánuðum, sem sjá má á hinum
fáu fóðurskýrslum, sem birtar hafa verið.’2) Eins hefur það
eðlilega þýðingu hverskonar hey er gefið, hvort gefin er
taða eða úthey, eða hvernig útheyið er, hvort það er
vall-lendishey, mýra- og fióahey, brokhey, viðirlauf o. s. frv.3)

r

Ymislegt annað fóður en hey er fó víða gefið, sumt i
viðlögum þegar hart er í ári, sumt er gefið til uppbætis eða
meiri þrifa. Sumstaðar er lyng enn riíið á vetrum til
skepnu-fóðurs og altízka var það á fyrri öldum að rifa hris,
fjall-drapa og viðir til fóðurs fyrir skepnur þegar harðna fór. I
gömlum jarðabókum er hrisrif og víðirrif til vetrarfóðurs
oft talið til hlunninda á ýmsum jörðum, en slik meðferð

r

hefir eigi tii langframa bætt þær jarðir. A skógarjörðum
var i heyleysi limið sem sióð upp úr fönnunum liöggið og
brytjað niður og svo notað tii »lieystyrks« fyrir sauðfénað
og jafnvel kýr. Yiðir er sleginn sumstaðar og geymdur til
vetrarfóðurs og kaliaður laufliey. Mest er heyjað af honum
i Fjallasveit, mörg þúsund hestar; þar er líka sleginn
mel-ur. Lauf og melgresi er þyngra en annað he}7; talið er að
4 menn slái 12—15 hesta af viði á dag. Laufhey þykir
ágætt fóður og bætir mjög skemt eða hrakið hey ef það er
geíið með því. Pað er sagt að fénaður sem eingöngu lifir
á melgrasi fái oft beinasjúkdóma, kemur ofvöxtur i beinin,
einkum á fótum og fylgir þvi máttleysi mikið.4) Kræða

Jón H. Porbergsson: Kynbætur sauðfjár. Rvík 1915, bls. 26—29.
s) Freyr IV, bls. 15-16, 56, 100-101.
s) Sbr. Plógur II, 1900, bls. 22.
4) Búnaðarrit VIII, bls. 11.

24

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0387.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free