- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
375

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Beit og útigangur S73

S73

sé það látið verða horað eða holdlitið að vorinu eða áður
en það fær sumarbatanns.1) ^Pegar menn beita fé út i
kaföld og harðviðri. þá er ætíð óhættast að reka það í
veð-urstöðuna frá húsunum, sé þar annars kostur á beit, og þá
er staðið er yfir fó í kafaldi, þá er bezt að lofa fénu
nokk-urnveginn sjálfráðu að færa út krafsturinn undan veðrinu,
þangað til mönnum þykir það vera komið nógu langt, þá
skulu menn reka það til baka aftur heldur hart en hægt,
og láta það siðan færa út aftur krafsturinn á öðrum stað
eu það krafsaði fyiv<2) Magnús Stephensen segir, að fó,
sem aldrei venst öðru en útigangi, só furðu duglegt að
bjarga sér, krafsa og brjóta skarann og þegar mikið fennir,
hnappar það sig saman á hólum eða ásum, en hitt
beitar-féð, sem er vant húsum, leitar skjóls í grafningum og undir
börðum og fennir þar.8)

Eins og kunnugt er, ber það oft við að fé fennir svo
hundruðum og þúsundum skiftir þegar skyndileg áföll koma
af kafaldsbyljum, hafa menn oft á þann hátt beðið
stór-kostlegt tjón. Mörgum kindum hefir þó verið bjargað úr
djúpum fönnum og hafa sumir hundar getað þefað hvar
kindur væri undir í sköfium>) Sauðfé getur lifað ótrúlega
lengi undir fönnum. í stórhríðarbyl á Norðurlandi 12. okt.
1869 fenti fjölda fjár og fundust sumar kindur ekki fyr en
eftir langan tima og voru þó lifandi; ein kind lifði í
fönn-inni 7 vikur án þess að hafa náð í nokkra fæðu, en náði
sér þó og lifði 2 ár eftir það.5) Sagnir eru um að fé hafi
getað lifað 11—42 vikur, jafnvel 18 vikur6) i sveltu undir
fönnum, en ekki er alveg víst hvort þær eru áreiðanlegar.7)

J) P. St. Fjármaðurinn, bls. 70-71.

s) Bóndi I, 1851. bls. 52. Par eru ýmsar leiðbeiningar um
hirð-ing á útigangsfó. Sbr. Fjárbæklingur. Akureyri 1855, bls. 46—48.

3) Veterinair-Selskabets Skrifter I, 1808, bls. 165.

4) í Frey VIII, bls. 109 er lýst sérstöku stafpriki, til að leita fjár
nieð í sköflum.

5) Dýravinurinn II, bls 34—35. Þar er mynd af kind þessari.

6) í Gandreið Jóns Daðasonar (Ny kgl. Samling nr. 76 ioi.) er
sagt að ssauður þoli hungur upp í 18 vikur*.

7) I Búnaðarriti X. bls.84—86, erfrásögnumFannar-Höttu, tvævetra

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0393.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free