- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
377

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Beit og útigangur S73

S73

en 3 tíma á dag, ef á annað borð er látið út til beitar.
Lengja skal beitartímann þegar kemur fram um góulok,
og hafa hann lengri úr því, einkum ef góð tíð er og jörð
auð. því þá fer féð að velja meira á beitinni*.1) Eftirlit
verður að hafa með beitinni, og helzt standa hjá fénu, halda
þvi til beitarinnar, moka ofan af fvrir það ef þarf og bjarga
þvi i hús undan illviðrum.2) Sira Porkell Bjarnason lýsir
starfi fjármanns í Skagafirði við vanalega beit um miðja
19. öld á þessa leið: »Fóru fjármenn til húsanna fyrir dag.
þegar veður var gott, til að gefa, svo að féð væri búið að
éta, þá er birta færi. Siðan var það látið út um fullbirtu,
og stóð fjármaðurinn }7fir fram i rökkur og stundum
jafn-vel framundir dagsetur. Að þvi búnu var kvöldgjöfin gefin
og kom fjármaður oft ekki heim fyr en eftir dagsetur og
það stundum nokkuð löngu. Það heyrði eg gamla menn
segja, að fjármenn þá á tímum væri skuggi einn af
fjár-mönnum fyrri timanna, þegar þeir voru að alast upp. Þá
hefði aðfarirnar og dugnaðurinn verið alt annar. Vk hefði
verið siður, að standa miklu meira yfir, og þó að
snjó-þyngsli væri, hefði féð verið látið út, og fjármaðurinn
mok-að ofan af fyrir þvi«.3) Pað hefir verið siður norðan- og
austanlands að standa yfir fénu á vetrum, en eigi
sunnan-lands, þar hefir féð verið látið eiga sig sjálft, enda hefir
þar oftast verið ómögulegt að fá menn til vetrarsmölunar,
ef standa átti yfir fénu.4) Pað hefir jafnan þótt gott að eiga
væna forustusauði og hafa þeir oft komið að góðu gagni í
illviðrum. Ganga margar sagnir um vit þeirra sumra og

’) Fjármaðurinn, bls. 79

*) Um almenna tilbögun beitar sjá enn fremur: E. P. Um
birö-ingu roskins fjár á útbeitarjörðum um vetur (lJjóðólfur IV, 1852, bls.
321-322, 327-328). Fjárbæklingur. Akureyri 1855, bls. 46-48. Magnús
Stephensen í Veterinair-Sebkábets Skriíter I, bls. 185 — 187. Gestur
Vestfirðingur I, bls. 53—55. P. St. Fjármaðurinn 1913, bls. 79—80.
Fá orð um fjárbirðing (Freyr X, bls. 36 — 37) o. fl.

3) Tímarit Bókmf. XIII, 1892, bls. 203—204.

4) Skýrsla búnaðarfelags Suðuramtsins 1874 — 1876. Rvík 1877.

bls. 45.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0395.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free