- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
379

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fjörubeit

379

á flestum býlum fjörubeitarfé. f*að er svipljótt, ýms
af-brigði, en ullin er mikil og féð stórt og feitt. f Leirhöfn
á ’Slóttu er það einna álitlegast; það er útigöngufó, hefir
sumt aldrei lært að eta hey og því siður annað fóður. Ullin
af því vigtar þvegin 4—4^/s pd. að meðaltali. Til dæmis
um frálagsvigt er þetta: 12 þriggja vetra sauðir vigtuðu
72 pd. (kjöt) og 17 pd. (mör) að meðaltali.. í>á er frjósemin
ekki litil, 60 —70°/o tvílembt af ánum og nokkrar
þrílembd-ar árlegacc.1)

Yiða i eyjum er ágæt beit fyrir fó, bæði fjörubeit og
önnur beit margbreytileg: skarfakál, töðugresi, melur,
holta-grös. Er það alsiða við Breiðafjörð, að láta horaðar ær út
í eyjar á haustin til fitunar og eru þær látnar ganga fram
á jólaföstu og lengur; skerast þær oft með fjórðung, þó
horaðar hafi verið.8) Eyjamenn verða þó flestir að flytja
fé sitt á land á sumrin, áður en varpið byrjar, missa
mál-nytu þess og verða að borga hagatoll.3) Pað fó sem
geng-ur i eyjum alt árið verður mjög feitt, en mjög er þar
flæði-hætt viða.4) Magnús Stephensen segir 1808, að sauðfé gangi
þá viða i eyjum úti á vetrum án þess að koma i hús og
útigöngusauðir i Vestmannaeyjum skerist oft á vorin með
10—15 pd. mörs eins og góðir sauðir á landi á haustin.5)

Þyngd og frálag kinda hefir enn ekki verið nægilega
rannsakað með samanburði á héruðum og ýmsum aldri eftir
fóðrun og meðferð. Hvorutveggja stendur i nánu sambandi
við arð þann, sem af fénu fæst og er því von á að menn
smátt og smátt fái meiri þekkingu í þeirri grein. Oftast

x) Búnaðarrit XXII. bls. 309.

s) P. St. Fjármaðurinn bls. 69.

3) Síra Friðrik Eggerz segir, að 1859 haíi eyjabændur í
Flateyjar-hreppi átt 444 ær og 550 geldfjár, sem þeir fluttu alt í land, urðu að
borga í hagagöugu 1988 fiska eða 49 vættir 28 f., málnytumissir
reikn-ar hann 155 vættir 16 fiska, og allan skaða eyjamanna á að flytja féð
í iand 205 vættir (F. Eggerz: Um jarðamat, fjárkláða og ýmislega
til-högun. Rvík 1865 bls. 13—14). í Vigur í ísafjarðardjúpi verður lika
að flytja sauðfó í land á sumrum vegna æðarvarpsins (Freyr IV,
bls. 42).

4) Búnaðarrit II, bls. 167.

6) Veterinair-Selskabets Skrifter I, bls. 164.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0397.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free