- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
381

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Frálag kinda

381

nokkrar skjrslur. Þar var meðalþyngd á geldum ám 1903
138 pd., 1908 148Va pd., á dilkám 1903 119 pd., 1908 129
pd., dilkar 1903 75 pd., 1908 85 pd.1) A kynbótabúinu á
Auðunnarstöðum i Yiðidal var 1911 meðalþyngd ánna 133
pd., hin þyngsta 156 pd.; 20 kynbótaær á Haga i
Húna-vatnssýslu vógu haustið 1911 143 pd. til jafnaðar og á sama
bæ var geld ær, sem vóg 180 pd. og segir Jón H.
forbergs-son það hina þyngstu á, sem hann hafði heyrt getið á
Is-landi.’) Til jafnaðar munu vænar ær, sem sórstök rækt er
lögð við, vega 110 —140 pd., en meðaltal um alt land mundi
verða töluvert lægra. Hvað hrúta snertir, þá hefir á seinni
árum verið lagt mikið kapp á að ala þá og rækta, haldnar
hrútasýningar o. s. frv., hefir þvi þyngd og þrifum
þess-konar hrúta eflaust mikið farið fram, en engan fróðleik
gef-ur þyngd þeirra um meðalþyngd almennra og óbreyttra
hrúta um land alt. A kynbótabúi Suður-t’iugeyinga ógu
1903 stærstu hrútarnir mest, 1 vetrar 171 pd., 3 vetra 200
pd., 4 vetra 228 pd. og annarstaðar munu vænstu hrútar
vega nálægt þessu, 4 vetra hrútar stundum alt að 250
pund-um,3) þó mjög fáir séu yfir 230 pd. Þy ngsti lirútur, sem
menn hafa sögur af, var á Einarsstöðum í Reykjadal haustið
1913, hann vó 270 pd.4)

Fáar skýrslur eru til um þyngd fénaðar sem ekki er
beint riðinn við kynbótastarfsemi. Nú eru líka margir
bændur hættir að eiga sauði og þvi er litil rækt lögð við
þá, en i fyrri daga þóttust þeir mestir sem áttu flesta og
vænsta sauðina. Eftir skýrslum frá kaupfólagi Pingeyinga
voru 1886 fluttir út þaðan 1809 sauðir tvævetrir og vógu
1334 þeirra á fæti 100 — 119 pd„ 432 120—139 pd., en 5 yfir
140 pd. (mest 147 pd.), 38 voru undir 100 pundum. Arið
1887 fiutti sama félag 3149 sauði og var meðalþyngd þeirra
allra 112 pd., 2119 ógu 100-119 pd., 724 120—139 pd., 31

*) Freyr I, bls. 48; VI, bls. 30.

2) Freyr IX, bls. 63. 135.

3) Um þyngd ýmsra. kynbótahruta, sýningahiúta og annara eiu
til ýmsar skýrslur á víð og dreif i Frev, Búnaðarriti og viðar.

4) Jón H. Porbet-gsson: Kynbætur sauðfjár 1915, bls. 24—25.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0399.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free