- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
383

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Frálag kinda

383

180 og 190 pd.1) fessi dæmi, sem tiltínd hafa veriö eru öll
tekin af vænu fé, hins lakara er ekki getið.

■ Um þyngd fénaðar að nieðaltali segir Jón H.
Þorbergs-son, að nýborin lömb vegi 372—4 kg., jafnaðarþyngd dilka
um alt land 35 kg., þyngdarmunur á hagalömbum og
dilk-um mjög víða 4 — 5 kg., veturgamalt fó vegur oftast 40 —
50 kg., veturgamlir hrútar 57 — 75 kg., fullorðnir hrútar
oft-ast 75—100 kg., ær eru tíðast 45—60 kg., kvíær yfirleitt
léttari en dilkær.8)

Fyr og siðar er þess oft getið hvernig vænar kindur
hafi lagt sig á blóðvelli, en litið er skráð um hlutfallið milli
þyngdar á fæti og frálagsþyngdar af kjöti og mör.3) I fyrri
daga, áður en sauðfjársala til útlanda hófst, var mikill áhugi
á því að hafa kindurnar sem feitastar og mörmestar, enda
tólg þá í háu verði. Pá lögðu menn mikla stund á að eiga
væna sauði og yfirleitt þótti sauða-eignin kjarninn i búi
fjárbænda frá því í fornöld og fram yfir miðja 19. öld. Nú
sjást, eftir þvi sem Sigurður Sigurðsson segir, ekki sauðir
svo teljandi só á öllu Norður- og Yesturlandi nema i
ein-stöku sveit, menn auka ærstofninn og selja dilkana.4) I
Múlasýslum er þó enn allmikið af sauðum, þó miklu minna
en fyrir aldamótin. Aður voru þeir þar látnir verða 5—6
ára, en nú eru þeir mjög sjaldan látnir verða eldri en 4
ára. Einkum eru það efnabændurnir, sem eiga nokkuð til
muna af sauðum.5) í>ó eru nú sumir aftur farnir að komast
á þá skoðun, að það só arðsamara að eiga sauðina en láta
ærnar ganga með dilkum.8) Fyrrum voru bændur hreyknir
af þvi að eiga sem flesta gamla sauði og slátruðu þeim eigi
fyr en þeir voru 5 vetra. ólafur Stephensen segir:
er þónanlegast geldsauðum að slátra, er þeir eru 5 vetra,
en hvorki eldri nó yngri. fann mun hefi eg fundið á 4

’) Freyr IV, bls. 15.

Jón H Porbergsson: Kynbætur sauöfjár 1915, bls. 23—25.

8) Um frálag kinda, sbr. Jón H. Porbergsson: Kynbætur
sauð-fjár 1915, bls. 37-39.

4) Búnaðarrit XXVI, bls. 140.

6) Freyr I, bls. 100.

6) Sbr. Freyr X, 1913, bls. 38-39.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0401.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free