- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
393

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bráðapeet

393

að undanförnu geysað mjög á sumum bæjum. Eftir 1866
fór hún að taka sig upp aftur, og árin 1870—71 var hún
skæð, næstu ár á eftir var hún vægari, en veturinn 1875
— 76 var hún með ákafasta móti viða á Vesturlandi og
Suð-urlandi.1) A seinni hluta 19. aldar var bráðapestin yfirleitt
að aukast um alt land og var orðin fullkomin landplága.

Ekki eru til skýrslur um það hve margt fó bráðapestin
hefir drepið nema fyrir einstök ár og hóruð, og er það
auðsóð á þeim tölum, sem fengist hafa, að hið fjárhagslega
tjón oft hefir verið voðalega mikið. A árunum 1854 og
1855 drápust hvort árið i Borgarfjarðarsýslu 1200 kindur, i
Árnessýslu drápust veturinn 1854—55 1558 kindur, i
B,ang-árvallasýslu 1925, i Skaftafellssýslu 1406, að þvi sem talið
var, en úr ýmsum hreppum vantaði skýrslur. Var þá
áætl-að, að drepist hefði í Suðurumdæminu um 8000 fjár á ári,
og var það fó eftir fjársölu þeirra tíma metið á 28,000 rd.2)

r

A árunum 1849—54 var talið að drepist hefði í Suðurum-

dæminu að meðaltali 0—7000 kindur á ári. Veturinn 1870

71 var eftir áskorun dr. Jóns Hjaltalins og fyrirskipun

amtmanns safnað skýrslum um fjármissir úr bráðasótt, komu

þá skýrslur úr öllum sýslum nema þremur (Norðurmúla-,

Snæfellsjiess- og Barðastrandarsýslum), en i hinum höfðu þá

drepist 11,345 kindur, flestar að tiltölu i Vestmannaeyjum

(16,4°/o af fjártölunni), í Gullbringu- og Kjósarsýslum 10,7°/o,

i Borgarfjarðarsýslu 10°/o. Alls drápust þá i Suðuramtinu

/

7418 kindur (5,3°/o af öllu fónu), flestar i Arnessýslu 2701
(5,9°/o), i Borgarfjarðarsýslu 1963, i Gullbringu- og
Kjósar-sýslu 1360. I Norðlendingafjórðungi drápust 1145 kindur,
mest i Húnavatnssýslu 597 (1,0 t°/o), minst i fingeyjarsýslu,
þar drápust að eins 17 kindur (0,03°/o) og í Strandasýslu 81
(0,7°/o). Tölurnar úr Suðuramtinu sýna, að bráðapestin hefir,
að minsta kosti frá því um miðja 19. öld, árlega lagt 7 —
8000 kinda skatt á bændur i því umdæmi. Yfirleitt virðast
skýrslurnar benda á, að bráðasóttin kemur þar minst við

’) Guðmundur Einarsson: Um bráðapestina. Rvík 1876, bls. 1.
») flirðir III, 1860, bls. 123.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0411.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free