- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
396

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

36S

386 Sauðfjárrækt

en smátt og smátt hafa menn þokast áfram með reynslunni
og notað það sem hentugast reyndist eftir kringumstæðum
og rnun niðurstaðan vera orðin sú, að tilraunir próf.
Jen-sens hafa borið góðan árangur og gert sauðfjárræktinni á
Islandi ómetanlegt gagn. Á seinni árum hefir bráðafárið
auðsjáanlega mikið minkað.

Fjárkláöinn. Kláði á sauðfó er algengur kvilli viða
um lönd og hefir mönnum oft veitt örðugt að útrýma
hon-um þegar hann hefir verið orðinn magnaður. Hvort
kláð-inn er landlægur á Islandi frá fyrri öldum er vafamál, ekki
hafa menn sögur af því, að kláðafaraldur hafi gengið um
landið fyr en 1762, þá hóf fjársjkin mikla göngu sina og
hætti eigi fyr en 1779; á 19. öld gekk svo kláðafaraldur
1856—77 um Suðurland, og i hvorutveggja skiftið hefir
út-lendum aðfiuttum sauðpeningi verið kent um sjkinguna.
Með óyggjandi rökum er þó ekki hægt að sanna, að
fjár-sóttir þessar hafi verið aðfluttar, þó allmikil likindi sóu til
þess, en það er heldur ekki hægt að sanna hið gagnstæða.
Pó mun enginn efi á þvi, að kláði sá, sem kom i ljós undir
lok 19. aldar, og hefir víða gert vart við sig á 19. öld um
land alt, er innlendur eða orðinn innlendur. þó hann ef til
vill eigi rót sina að rekja til hinna fyrri sótta.

Fjárkláðinn fyrri á 18. öld var oftast kallaður
fjárpest-in eða fjársvkin, stundum lika sauðaplágan eða hrútabólan.
fessi kláðafaraldur var hin langmesta fjársjki, sem gengið
hefir um Islaud og gerði afarmikið tjón. Pað er almenn
sögn, að fjárkláðinn fyrri hafi komið hingað með hrúti af
spönsku kyni, er Hastfer flutti hingað 1760. Pó er þetta
engan veginn vist, frásagnirnar eru mjög á reiki, en nú
mun varla hægt að komast að sannleikanum. Pað er sagt
að einn af hrútum Hastfers hafi verið frá Moss i Noregi
og hann hafi verið veikur, er hann fór þaðan, og hrútur

ingum og ákaft sókst eftir bóluefnunum meðan þau voru gefin,
virð-ast þeir ekki meta þau eins mikils þegar þeir eiga sjálfir að borga
þau. Sbr. Freyr VI, bls. 130-131.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0414.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free