- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
400

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

36S

386 Sauðfjárrækt

meðal Magnús Ketilsson sýslumaður, sem áleit niðurskurð
hið eina ráð, af þvi lækningar væru altof kostnaðarsamar
fyrir íslenzka bændur.1) Bjarni Pálsson landlæknir hélt
þegar i byrjun fram lækningum og ritaði umburðarbréf til
íslands búenda um lækningar við sauðfjársýkinni dags. á
Bessastöðum 10. nóv. 1762,2) og ritaði siðan hvað eftir
ann-að ráðleggingar og lækningauppástungur, einnig eftir
ráð-stöfunum stjórnarinnar »Vegvisir til lækningarreynslu við
kláðaféð 1775«.3) Landsnefndin 1770 átti meðal annars að
leggja ráð á hvernig stemma ætti stigu fyrir fjárkláðanum.

var sýslumönnum og hreppstjórum boðið að taka tölu á
sauðfó með samanburði við það sem verið hafði fyrir
sauða-pláguna.4) Landsnefndin komst að þeirri niðurstöðu, að
bezt væri að skera niður, og lagði til að öllu fé á
kláða-svæðinu væri slátrað á sama ári og öll fjárhús rifin niður.
Petta þótti þó Thordal stiptamtmanni og öðrum isjárverð
aðferð og varla framkvæmanleg, og niðurstaðan varð að
stjórnin í samráði við embættismenn á Islandi gaf út
»For-ordning um meðöl til að hindra fjársýkinnar framgang á
Islandi« 22. mai 1772.5) I þessari tilskipun var valdboðinn
almennur niðurskurður, en þó svo, að hvert bygðarlag eða
sýsia skyldi tekin fyrir sór i lagi og skorið niður smátt og
smátt á öllu svæðinu, alt fó sk^idi skorið að haustinu, en
ósjúkt fé mátti eigi flytja i það hérað fyr en næsta sumar,
öll fjárhús átti að rifa og dreifa efninu o. s. frv. Mun
öll-um þeim varúðarreglum varla hafa verið fylgt. Almennur
niðurskurður var svo framkvæmdur á árunum 1772—79 i
öllum sýslum og sveitum þar sem sýkinnar hafði orðið vart,
en nýr fjárstofn var fluttur þangað úr heilbrigðu hóruðunum.6)

») M. K. Sauðfjárhirðiug, bls. 167—168.

s) Hdrs. Lbs. nr. 233, 4ft.

3) Ferðabók O. Olavii. Formáli bls. 75.

4) Síra Magnús Pétursson segir í annál sínum, að þá hafi verið

rúm fjögur hundruð (líklega stór) i Skagastrandarhreppi, en er
fjár-sýkin kom þar 1766 nær 22V2 hundraði.

6) Lovsamling for Island III, bls. 754—763.

6) Um niðurskurðinn hefir Jón Eiríksson ítarlega ritað í formála
fyrir Ferðabók Olavii, bls. 74-88.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0418.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free