- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
401

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fjárkláði

401

í>ó skorið væri, var fjárkláðinn þó á næstu árum að
gjósa upp aftur liór og hvar á kláðasvæðinu og var þar
jafnóðum skorið niður aftur, svo stofninn gat ei náð að
tímgast.á ný; þessi missir veikti mjög efnahag alþyðu, svo
menn þoldu illa þær miklu hriðir, er siðar komu. Það er
alment talið, að búið hali verið að útrýma fjársýkinni
al-gjörlega á árunum 1779—80, en þó kom liún upp aftur i
Miðfirði 1782 á 24 bæjum og var fóð þar alt skorið niður
á nýjan leik. en stjórnin veitti bændunum styrk til að
kaupa heilbrigðan fjárstofn og byggja ný fjárhús. var
presturinn á Staðarbakka, Eiríkur Olafsson, sektaður fyrir
vanrækslu i að framfylgja niðurskurðartilskipuninni 1772 og
sýslumaðurinn i Húnavatnssýslu, Magnús Grislason, fekk
opin-bera áminningu fyrir tómlæti1). Eftir þvi sem næst verður
komist, drápust 279,703 sauðkindur meðan á fjársýkinni stóð
eða voru skornar niður8). Undarlegt var það að fénu
fækk-aði 1700—70 engu síður i þeim sýslum þar sem enginn
kláði kom og þó var gott árferði á þessu tímabili.

Fjárkláðinn seinni, sem oft var kallaður hinn
sunn-lenzki fjárkláði, stóð yfir, að því sem vanalega er talið, i
20 ár, 1856—1877. en þó var fjársýki þessi ekki verulega
mögnuð nema á árunum 1856 — 1859 og komst aldrei i
neinn samjöfnuð við hinn fyrri fjárkláða. Flestum kemur
saman um að kláðasjúkdómur þessi hafi átt uppruna sinn
að rekja til 4 enskra lamba, sem flutt voru til landsins
1855. Fimtudaginn i 21. viku sumars 1855 var Gisli
Gisla-son í Gröf í Mosfellssveit sendur frá R-eykjavik með 4 ensk
lömb, sem áttu að fara austur að Hraungerði, liann reiddi
lömbin i kláfum, en komst ekki sökum óveðurs nema undir
Lyklafell, og sneri svo aftur ofan að Miðdal. þar bað hanu
fyrir lömbin þangað til betur gæfi að flytja þau, voru þau

*) Lovsamling for Island V, bls. 6—7.

a) Arnljótur Olafsson í Skýrslum um landsbagi II, bls. 91. Sjá
ennfremur um fjárkláðann fyrri: Islandske Maanedstidender I, bls. 11
—12, 60. 102; II. bls. 63-64. 89-91; III, bls. 198-199. Hirðir I, bls.
17—20, 30-39, 41-48.

26

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0419.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free