- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
405

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

F.járkláði 405

vissasti vegur til lýðhylli, að standa upp i hárinu á
stjórn-inni, hvort sem hún hafði á róttu eða röngu að standa.
Haustið 1857 fór að bera á kláða i Húnavatnssýslu og lét
Havsteen amtmaður þá skera niður alt geldfé fyrir vestan
Blöndu, var þá skorið hjá sumum nauðugum, en nokkrir
(t. d. presturinn á Staðarbakka, Gisli Gislason og Kristján
Jónssou bóndi i Stóradal) ráku fó sitt suður í Borgarfjörð
til að koma þvi hjá skurði. Siðar vildi amtmaður jafna
öllum skaðabótunum fyrir þenna niðurskurð (67,544 rd.)
niður á amtsbúa, hvort sem þeir vildu eða eigi, en stjórnin
bannaði það1]. Amtmaðurinn i Vesturamtinu, Páll ]\[elsteð,
var og hlyntur niðurskurði, hann skipaði niðurskurð i
Mýrasýslu og voru ekki allir jafnfúsir á að farga fó sinu,
13 bændur i Hvítársíðu mæltu þannig harðlega á móti og
heimtuðu háar skaðabætur. A Suðurlandi urðu
niðurskurð-armenn líka ofan á, þar voru haustið og veturinn 1857—58,
mest fyrir áeggjan Norðlendinga, skornar niður um 100
þúsundir fjár, mestmegnis kláðalítið fé eða kláðalaust2).
Jafnframt var i sumum sveitum, einkum nærri Reykjavik,
gengið ötult fram i lækningatilraunum, og vorið 1857 seldi
Bandrup lvfsali kláðalyf á 84 þúsund kindur3).

Pað var nú úr vöndu að ráða. hver höndin uppá móti
annari, fiestir skáru, sumir læknuðu, sumir vildu beita valdi,
aðrir vildu eigi þýðast valdboðin. f*á tók stjórnin það til
bragðs um vorið 1859 að senda fullvalda erindreka sína
tvo til Islands, 3’firdýralækni prófessor Tscherning og Jón
Sigurðsson skjalavörð og forseta, til þess að útrýma
fjársýk-inni. Fengu þeir »ótakmarkað vald til að gjöra allar þær
ráðstafanir, sem þeim kynni að þykja nauðsynlegar« til
þess að ná þessum tilgangi. og var öllum embættismönuum
á fslandi boðið að láta þeim i tó allar skýrslur og aðstoða
þá á allan hátt4). Jafnframt voru tveir dýralæknar sendir

l) Tíðindi um stjórnarmálefni íslands I. bls. 212. 288. 356 og
víðar. Hirðir I, bls. 145.

») Hirðir I, bls. 124. 137.

s) S. st. I. bls. 15,

4) Tíðindi um stjórnarmálefni íslands I, bls. 261—262. 277. 324

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0423.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free