- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
407

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

F.járkláði

407

fjarðarsýslu, Rosmhvalaneshreppi og á Kjalarnesi1).
Kláð-inn hvarf þó fljótt úr Borgarfirði og 1863 var þar orðið
kláðalaust, en sýkin gjörði veturinn 1863—64 vart við sig
á stöku bæjum í Gullbringu- og Kjósarsýslu og var henni

r

að mestu útrýmt þar á næsta ári, en i Arnessýslu kom
kláð-inn fram á ýmsum bæjum veturinn 1864—65 og svona var
verið að eltast A’ið hann sveit úr sveit, en hvergi var hann
sórlega magnaður. Árið 1866 voru gerðar nýjar
lækninga-ráðstafanir og stiptamtmaður stakk uppá nýrri kláðanefnd
og 5. janúar s. á. var gefin út ný tilskipun um
fjárkláð-ann2). Haustið 1867 var enn sendur danskur dýralæknir
H. F. 0. Nielsen til Islands, og á næstu árum var kláðinn
að stinga sór niður i hinum sömu hóruðum þrátt fyrir allar
baðanir og lækningatilraunir. Með tilskipun 1. marz 1871
veitti stjórnin amtmönnum vald til niðurskurðar undir
viss-um kringumstæðum, en það vald höfðu þeir áður tekið sór

r

sjálfir. A árunum 1870—77 var fjárkláðinn enn að gera
vart við sig hór og hvar i Arness-, Borgarfjarðar-,
Gull-bringu- og Kjósarsýslum; út fyrir svæði, sem takmarkaðist
af Brúará, Hvitá og Olfusá að austan og af Hvitá i
Borg-arfirði að vestan, komst kláðinn ekki á þessum árum ; var
stöðugt verið að berjast við að útrýma honum með
lækn-ingum, böðunum og niðurskurði á stöku bæ, þar sem fóð
var sjúkast, en verðir voru hafðir á takmörkum
kláðasvæð-isins. Kláðinn kom þó jafnóðum fram einhverstaðar aftur,
enda voru menn ekki alstaðar hlýðnir og hirðusamir i að
gegna fyrirskipunum yfirvaldanna. Hinn 9. september 1875
fekk Jón Jónsson landritari umboð landshöfðingja til að
vera lögreglustjóri til upprætingar fjárkláðanum, og gekk
hann ötullega fram, var á stöðugum ferðalögum til að lita
eftir fjárskoðunum, böðunum og niðurskurði, enda tókst þá
loks að útrýma sýkinni svo, að hennar varð hvergi vart um
veturinn 1877 —1878; var svo lögreglustjórn Jóns landritara
lögð niður 26. febrúar 1878.

*) Tíðiiidi um stjúrnarmálei’ni íslands I, bls. 604—606; II, bls. 39.

9) Tíðindi um stjórnannálefni íslands II. bls. 169, 263-68, 333, 78S.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0425.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free