- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
409

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fjárkláöi

409

Fjártála á Eáðasvœðinu 1854 — 1859.

- 1854 1855 1856 1858 1859
Rangárvallasýsla................ 35734 29416 27207 21054 5368
Arnessvsla...................... 45922 45512 39055 5092 11364
Gullbringu- og Kjósarsýsla...... 11624 10303 8508 2145 2572
Borgarfjarðarsvsla............... 16186 15174 13465 4089 3948
Mýra- og Hnappadalssýsla........ 25478 22703 21901 19417 14985
Snæfellsnessýsla................. 11980 9765 9210 8905 6944
Dalasvsla....................... 18520 17716 17418 15881 13260
Hiínavatnssvsla.................. 57660 55277 52760 40808 31668

syslu 75,2 ° o. i Gullbriugu- og Kjósarsýslu 77.8 °/o, i
Borg-arfjarðarsýslu 75,6 °/o og i Húnavatmssýslu um 45,1 °/o, þvi
þar lét Havstein skera fvrir vestan Blöndu. Pvi má geta
nærri að velmegun manna i þessum sýslum hefir farið mjög
aftur, þegar aðalbjargræðisstofninum var fargað og allar
afurðir sauðfénaðar mistust, t. d. ull. kjöt, smjör, skyr, sýra
o. fi. I sumum hreppum í Bangárvallasýslu, t. d. í
Land-manna- og Hvolhreppi, var i fardögum 1859 ekki ein
ein-asta sauðkind lifandi, því þá var niðurskurður þar nýlega
afstaðinn. og i allri sýslunni vorn þá ekki eftir nema 15
kindur af hverju hundraði. Einkennilegt er það hve fó
lika fækkaði mikið i öðrum sýslum fyrir utan kláðasvæðið
á þesau árabili, alveg eins og í fyrri fjárkláðanum.
Lækn-ingamenn vildu sumir skýra það svo, að einhver innlend
óþrif og ótímgun hefði þá komið i allan sauðpening
ís-lendinga. en mest komið fram á Suðurlandi i hinum
svo-kallaða fjárkláða.1)

Nokkru fyrir aldamórin urðu menn þess varir, að fjár-

Við samningu ytirlits jiessa hefi eg aðallega íylgt opinberum
skýrslum og stjórnarbréfum, sem prentuð eru í »Tíðindum um
stjórn-armálefni íslands« og í »Stjórnartíðindum h-rir ísland«. í blöðum frá
þeim tíma er urmull af fréttapistlum og deilugreinum um fjárkláðann,
margt af þessu er þýðingarlaust og sumt ritað með ofsa og æsingu.
Lækningamenn héldu út sérstöku tímariti, sem hét Hirðir I—III.
Evík 1857—1861; 208 + 114 + 128 bls. 8°. fó tímarit þetta sé eðlilega
einhliða, þá inniheldur það þó ýmsan fróðleik, sem þýðingu hefur.
Sjá ennfremur: Jón Hjaltalín og Teitur Finnbogason: Stuttur leiðar-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0427.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free