- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
411

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

F.járkláði

411

kláðabaðanir i Noregi, fenginn til að framkvæma þessar
ráðstafanir og voru þá frá því um haustið 1903 til þess i
febrúarmánaðar lok 1905 allar kindur á landinu baðaðar,
(>58,134 áð tölu.1) Eftir skýrslum Myklestads fundust um
haustið 1903, þegar byrjað var að baða, alls 4711
kláðakind-ur á 601 bæjum. mest i Húnavatnssýslu 2025 kindur á 191
bæ, þar næst í Skagafirði 644 kindur á 83 bæjum, og í
Þingeyjarsýslu 632 á 47 bæjum. Fráskildar voru í þessum
tölum Múlasýslur, þar sem fyrst var baðað, þar var kláði á
stöku bæ, og tveir hreppar i Dalasýslu. sem engin skýrsla
hafði fengist frá. Haustið 1905 fanst kláði á 15 bæjum
hingað og þangað um landið.2)

Á árunum 1906—1907 fór fram fjárskoðun á öllu
land-inu og voru þá skoðaðar 637,716 kindur.8) Til útrýmingar
fjárkláðanum voru á fjáriögmn 1901 — 1905 veittar rúmar
130 þúsund krónur.4) Árangurinn varð þó ekki einsog til
var ætlast, kláðamaurarnir lifðu góðu lífi eftir sem áður.
Smátt og smátt fór á næstu árum aftnr að brydda á kláða
í flestum sýslum landsins, sórstaklega var mikill kláði i
Árnessýslu 1909, þá fanst þar kláði i öllum sveitum milli
Þjórsár og Hvitár nema i Gnúpverjahreppi; annarstaðar
var kláðinn að stinga sér niður á einstöku bæjum viðsvegar
um land.6) Hefir kláðamálið siðar komið til tals á alþingi,
en ekkert orðið úr framkvæmdum.

Auk þessara tveggja faraldssjúkdóma, sem vér nú sið-

Laiidahagsskýrsiur 1905, bls. 188-197.

*) Norðurland V. 1906, bls. 147-148. Sbr. Norðurlaud III. l)ls. 1,
50-51, 56, 98-99. O. Myklestad: Útrýming fjárkláðans í Noregi.
Búnaðarrit XV, bls. 45—66. Sami: Leiðbeiningar við útrýmingu
fjár-kláðans Akureyri 1903. 7 bls. 8°, Reykjavík 1905, 13 bls. 8°.
Leiðar-vísir um fjárbaðanir. Akureyri 1904, 8° (eitt blað). O. T. Myklestad
befur nýlega látið prenta ferðabók um Island: Gjennem Island paa
krj’ds og tvers. Reiseindtryk og oplevelser. Bergen 1915, 160 bls.
12mo.

s) Landshagsskýrslur 1908, bls. 113—124. O. Myklestad:
Útrým-’ing fjárkláðans (Búnaðarrit XVIII. bls. 253—258).

4) Sumir liafa talið, að jiessi síðasta kláðahríð muni liafa kostað

landið um hálfa miljón króna (Freyr XI, bls 51).

6) Magnús Einarssov: Fjárkláðinn (Fiej-r VIII, 1911. bls. 1—6,

17—24). Höf. telur kláðalækningar Myklestads gagnslaust kák, af því

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0429.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free