- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
412

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

36S

386 Sauðfjárrækt

ast höfum gefcið. angra margir aðrir sjúkdómar sauðpening
vorn og gera sumir þeirra mikið tjón, einkum i slæmu
ár-ferði, eða þegar nýfcing hefur verið ill á heyjum, eða þau
skemst á ýmsan liátt; er þá sagt að vanhöld séu á fénaði
og fer þá oft saman fóðurleysi og ýmsir sjúkdómar. Flestir
eða allir hörundskvillar á sauðfénaði eru kallaðir óþrif og
á það vel við og bendir á, að féð er eigi þrifið eða hirfc
eins vel og vera ætti. Flestir þessir kvillar orsakasfc af
snýkjudýrum, kláðinn af maurum, en almenn óþrif koma
vanalega af færilús og fellilús. sem gera skepnunum óværu
og bita þær, svo bólgueitlar og bólguhella kemur í skinnið,
sumstaðar smitar vessi út og myndast hrúður; geta lömb
og gemliugar með óþrifum veslast upp úr hor, jafnvel þó
þau hafi góða gjöf og húsavist. Sauðalúsin eða færilúsin
(Melophagus ovinas) er algengust, en fellilúsin (Tricodectes
sphœrocephalus). sem lika er kölluð haflús, eða hafislús, er
með alt öðru útliti og sköpulagi, hún er óalgengari og
þrífst aðeins á mögru og illa hirtu fé og þá einkum því,
sem haft er um lengri tima í húsum, sækir helzt á lömb
og ungt fé. Við fellilús verða menn helzt varir eftir
harð-indavetur og gróðurlaus vor, einkum hafísvor; lika tóku
menn eftir ákafri mergð af fellilús á öllu fé 185tí um það
leyti sem fjárkláðinn sunnlenzki byrjaði.1) Stundum koma
útbrot af kali á fé, sem er rúið bert í kalsa veðráttu, á
mjög mögrum kindum er stundum lika sá hörundskvilli,
sem kallaður er horflasa eða gulaflasa.2) Slík óþrif koma
ekki i fénað, ef hann er baðaður, og jafnvel á 18. öld er
þess getið að sumir forsjálir bændur gáfu lömbum keitubað,
áður en þau voru rekin á fjöll og þóttu þau befcur þrífasfc
en önnur lömb.3) Annars mun böðun á sauðfé víðast hafa
verið óþekt, þangað til fjárkláðinn kom, en lúsasalvi var

aðeins var baðað einu sinni, drepnir maurarnir, en egg þeirra skilin
efiir, svo þau á viku eða hálfsmánaðar fresti gátu framleitt nýjar
kynslóðir maura. Sbr. Freyr XI, 1914. bls. 51 — 52.

l) fjóðólfur IX, bls. 19.

*) Snorri Jónsson; Um óþrif í sauðfé. Rvík 1876, 15 bls. 8°. Sbr.
Stefán Sigfvsson í Búnaðarriti VI, bls. 107-132.

3) Magnús Ketilsson: Sauðfjárhirðing bls. 45—46.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0430.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free