- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
415

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sjúkdómar sauðpenings

415

um uppdráttarsýki og rnegurð, sem getur orsakast af ýrnsum
sjúkleika i lungunum, stundum af gömlum sullum o. fl.1).
Arið 1911 kom upp einkennileg sauðaveiki i Sandfellshaga
i Axarfirði. og 90 sauðir sýktust á vikutima með þeim hætti,
að bólga kom i augu, snoppu og eyru og nálega alt andlit
kindarinnar og gróf i; svipuð veiki hafði nokkrum árum
áður komið upp i Skagafirði. Telja dýralæknar sjúkdóm
þenna skyldan »álfabruna« á sauðfó i Noregi, sem helzt
kvað koma í fó, sem er á beit i harðgresis-beitarlöndum.
en litið vita menn um eðli veikinnar.2) Þess er stundum
getið i eldri ritum, að sauðfónaður liafi orðið bráðdauður
af öðrum sjúkdómum en bráðapest, og hafa menn eigi vitað
neina orsök, kallað niðurfall fónaðar »snert« og öðrum
nöfn-um. Sveinn Pálsson getur þess að 1790 hafi undir [-E}Tja-fjöllum-] {+E}Tja-
fjöllum+} komið upp hættuleg fjárveiki og var hún kend
óhollum og eitruðum grösum3) f*ess er getið 1865 að fó
hrundi niður á Skarði á Skarðsströnd á 4 vikna tima frá
miðgóu til miðs einmánaðar, þar drápust 120 — 140 kindur.
Drepsótt þessi átti ekkert skylt við bráðapest, sem allir
þektu, kindin kastaðist niður og var steindauð á
augna-bragði, en óðar en kindunum sem eftir lifðu, var komið
burt af bænum, þá bar ekkert á neinni þeirra.4) f*að hefur
komið fyrir að sauðfónaður og annar búpeningur hefur
drepist af hvaláti,5) og 1882 stakk sór sumstaðar niður
ókennileg veiki i sauðfó, það varð aflvana og varð að skera
það i fullum holdum.6) Þessa og aðra sjúkdóma á sauðfó
hefur almenningur eigi þekt af því engir dýralæknar voru
til að leiðbeina og finna sjúkdómsorsakirnar.

I miklum eldgosum, þegar aska og ólyfjan berst á
grasið, fær sauðpeningur alskonar sjúkdóma, mest kvað þó
að þessu eftir Skaftárgosin i móðuharðindunum 1783—85,

’) Snorri Jónsson: Husdyrsygdomme, bls. 31, 33. Stefán
Sigfús-son í Búnaðarriti VII, bls. 125-158.

2) Sigurður Einarsson: Fjársýkin í Sandfellsbaga (Freyr VIII, bls.
101—102). Magnús Einarsson: Alfabruni á sauðfé (s. st. bls. 102-108).

s) Journal paa en Naturforskerreise I, bls. 38—41.

«) fjóðólfur XVII, 1865, bls. 117.

5) Pjóðviljinn VII, bls. 56, 92; XVII, bls. 94.

8j Árferði á Islandi, bls. 316.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0433.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free