- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
16

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

16

að vera til varnar gegn arásum og
vélabrögðum djöfulsins. — Vagninn rauk áfram með
sama hraða og áður, og samferðamenn mínir
vóru alt af sem á nálum, og hvimuðu í allar
áttir, og loks fór mér að verða órótt
innanbrjósts. Egspurði félaga mína, hvort nokkuð
væri að óttast, en þeir svöruðu mér út í hött,
eða einhverju sem eg skildi ekki. Nú var
farið að halla niður at skarðinu, og tók
ökumaður þá í taumana á hestinum og nam
staðar. Það var orðið bjartara yfir, því tunglið
var komið upp, þó það væri að fjallabaki.

Eg fór nú að örvænta, að greifinn hefði sent
vagninn eftir mér, og ökumaður fullyrti, að
enginn vagn kæmi. Hann réð mér til að fara
aftur til þorpsins með sér; en eg gæti aftur
farið á morgun eða einhvern annan dag.

Meðan við vórum að tala um þetta, tóku
hestarnir viðbragð, og fóru að sperra eyrun,
frýsa og prjóna, svo að ökumaður hafði fult í
fangi að ráða við þá. Samferðamenn mínir
æptu, kölluðu á helga menn, signdu sig og þrifu
til krossa sinna.

Meðan á þessu stóð, kom á móti okkur
gamallegur vagn, og gengu fyrir honum fjórir
kolsvartir graðhestar, ljómandi fallegir. Aktýgin
vóru sifurbúin, og hefðu betur átt heima á
gripasafni en á þessum fallegu hestum.
Ökumaður var hár vexti með mikið svart skegg; hann

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0022.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free