- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
18

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

18

leit aftur, og sá að samferðamenn mínir höfðu
farið út úr vagninum til þess að geta betur
séð til okkar, og að þeir vóru enn að signa
sig.

Þegar þeir vóru horfnir úr sýn, fór einhver
hryllingur um mig, og mér fanst eg vera
einmani; mér fanst eg vera kominn út úr hinum
siðaða heimi og inn í eitthvert myrkur, þar sem
við öllu var að búast. Hjátrú
samferðamannanna hafði haft of mikil áhrif á mig, svo eg
varð að taka á allri minni skynsemi og
stillingu til þess að geta náð mér. Eg reyndi að
sannfæra sjálfan mig um, að eg væri enginn
æfintýramaður, sem ætti í stímabraki við drauga
og djöfla, heldur væri eg stillingarmaðurinn Tómas
Harker, kandidat í lögum með góðum
vitnisburði, og nú sem stendur aðstoðarmaður í
lögskrifstofu Péturs Hawkins málaflutningsmanns,
og sendur af honum til Draculitz greifa í
Sjöborgalandi til að semja við hann um
fasteignakaup í Lundúnum. Eg fór lika að hugsa um
festarmey mina, hana Vilmu; eg hafði nýlega
skrifað henni, og þegar eg fór að hugsa um
hana og lífið heima, varð eg rólegur og skapið
batnaði; eg fór þá að hlakka til að kanna
ókunnuga stigu hjá greifanum. Eg kveikti þá
i vindli. En alt í einu nam vagninn staðar.
Ökumaður stóð upp úr sæti sínu og kom til
mín, og breiddi skinnfeld yfir fæturnar á mér

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0024.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free