- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
19

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

19

og upp fyrir kné, en vafði mig í loðkápu að
ofanverðu og sagði á góðri þýzku:

„Það er kalt hér á fjöllunum í nött, og hinn
náðugi greifi sagði mér, að eg yrði að sjá um,
að yður yrði ekki kalt. Þarna er flaska af
plómulíkör undir sætinn, ef þér þurfið að hita
yður“.

Eg þakkaði honum fyrir, en hann fór aftur
i sæti sitt og keyrði hestana.

Eg var við það að sofna, þegar mér fanst
vagninn alt í einu snúa við; það hefir líklega
verið ímyndun, þó eg þættist sannfærður um
það. Eg kveikti litlu seinna á eldspítu og
horfði á úrið. Það vantaði fáar mínútur í tólf.
Mér fór nú að detta ýmislegt í hug, sem
veitingakonan hafði sagt við mig, en eg hló með
sjálfum mér að því öllu saman, vafði kápunni
fastara utan um mig og reyndi að sofna.

En óðara en eg hafði lokað augunum, heyrði
eg hundgá frá bóndabæ þar í grendinni. Rétt
á eftir heyrði eg hundgá úr annari átt og
svo víðar og víðar að, þar til mér fanst alt
loftið nærri og fjarri óma af ýlfri og gelti,
sem hækkaði eftir því sem vindurinn blés. Nú
gat eg ekki sofið, enda voru hestarnir farnir
að láta æði illa. Ökumaður gerði þá spaka,
með því að tala til þeirra í góðum róm og
segja eitthvað við þá, sem eg ekki skildi. Það
var að hvessa, og ekkert heyrðist nema

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0025.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free