- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
20

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

30

uglugarg við og við í trjátoppunum, og
skógarþyturinn. En svo heyrðist hundgáin aftur, og rétt
á eftir grimmilegt ýlfur, sem eg varð undir
eins hræddur við.

„Hvað er þetta?“ spurði eg ökumanninn.

„Pað eru úlfarnir, herra minn, úifarnir hérna
í fjöllunum“, sagði hann; „þeir eru úti í nótt,
en verið þér rólegur, okkur gera þeir
ekkert“.

Hestarnir virtust þó vera annarar
meiningar, því þeir fóru nú að verða staðir og slá
aftur undan sér, eins og þeir væru hræddir;
eg sá, að ökumaður varð að taka á öllum
heljar-kröftum sínum, til þess að halda þeim í
skefjum; það lá við sjálft, að vagninn færi
um koll og eg mundi fleygjast úr honum ofan
i gjá, sem eg hélt að væri við veginn. Eg var
viðbúinn að stökkva úr vagninum, en þá tókst
ökumanni loks að ráða við hestana, svo að
hann gat farið úr vagninum, gengið til þeirra
og strokið þeim, og hvíslað að þeim, eins og
hestatemjendur gera. Þeir urðu þá undir eins
spakir eins og lamb. Ökumaður settist svo í
sæti sitt og við héldum áfram.

Litlu síðar vórum við komnir út úr
skóginum og fórum meðfram feikna-háum klettum.
Við vórum þar í skjóli fyrir rokinu, en eg varð
þess var, að enn var að hvessa, og brátt
gerðist aftakaveður. Hundgáin heyrist nú óglögt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0026.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free