- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
24

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

24

skóhljóð á steingólfinu inni fyrir, og hliðinu var
lokið upp.

Þar kom á móti mér gömul kona í ungverskum
þjóðbúningi — eða búningi einhverra þeirra
þjóða, sem búa um þessar slóðir. — Hún hneigði
sig fyrir mér og horfði á mig með undarlegu
brosi, sem vakti hjá mér grun um, að hún væri
dauf og dumb, eins og síðar kom fram. Eg
gaf lítinn gaum að henni, þvi eg kom brátt
auga á mann, sem stóð að baki hennar og vakti
alla eftirtekt mína.

Það var gamall maður, hár vexti, með langt
hvítt yfirskegg og hvítt hár. Hann var líka í
einhvers konar þjóðbúningi, sem var dökkur og
lagður snúrum. Hann hélt á gömlum
silfurlampa í hendinni. Áður en eg var kominn
upp riðið, heilsaði hann mér mjög kurteislega
og sagði á reiprennandi ensku, en með dálítið
útlendri áherzlu:

„Velkominn í mín hús! Gangið frjáls og
glaður inn“

Þegar eg var kominn inn fyrir þröskuldinn,
tók hann í hönd mér svo fast, að mér fanst
ekki til um það, einkum af því að hönd hans
var svo köld, að kuldann lagði inn í bein.
Hann bauð mig þá aftur velkominn. Eg
þóttist vita, að þetta mundi vera húsbóndi minn
tilvonandi, en varð þó að spyrja að því:

„Greifi Draculitz?“

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0030.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free