- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
25

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

25

Hann kinkaði kolli og svaraði
vingjarnlega :

„Eg er Draculitz. Já, verið þér velkominn,
herra Harker; mér var farið að leiðast eftir
yður. En þér eruð þreyttur og yður er kalt —
þér hafið farið langan veg í nðtt og þér eruð
ekki vanur því. Þér þurfið hvíldar og
hressingar“.

Hann benti gömlu konunni, og hún rauk út
að sækja farangur minn.

Greifinn gekk á undan með ljósið í hendinni.
Þá varð fyrir okkur járnvarin hurð, sem
greifinn lét upp á gátt. En þá komum við inn í
stofu; þar var ljós inni og dúkað borð, en
eldur logaði á arninum.

Greifinn gekk inn í áttstrendan afklefa,
gluggalausan. Þar lauk hann aftur upp hurð
og bauð mér inn í stórt herbergi. Það var
svefnherbergi, og loguðu tvö vaxkerti á borðinu
í silfurdtjökum, og þar logaði líka vel á
arninum.

„Þér eruð þreyttur“, sagði greifinn; „þér
viljið ef til vill laga yður dálítið til, áður en
þér farið að borða, en eg bíð yðar yfir í
stofnnni“.

Eg gerði sem haun sagði og flýtti mér siðan
yfir um.

Kvöldmaturinn stóð á borðinu. Greifinn bauð
mér sæti og sagði: „Gerið svo vel að borða

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0031.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free