- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
27

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

27

mér það í þriðja sinn, og tók nú ósleitilega til
matar. Það var bezta hænsasteik, en heldur
mikið pipruð, og gott salat, ostur, smjör og
brauð, og flaska af gömlu og sætu Tokayer-víni,
sem alt var eins og paradísarfæða í munninum
á mér, glorhungruðum manni. Þreytan fór úr
mér, og þegar húsbóndinn síðan bauð mér sæti
í hvílustól við ofninn og bauð mér vindil,
varð eg svo vel fyrir kallaður, að eg hefði
getað talað við hann alla nóttina.

Greifinn sat fyrir miðjum ofninum og rétt á
móti ljósinu, svo mér gafst gott færi að virða
hann fyrir mér. Hann var mjög stórskorinn,
nefið nokkuð hræfuglalegt, brúnamikill og
augun lágu djúpt. Ennið hallaðist aftur á bak, og
hann var grár fyrir hærum; hárið féll niður
á herðar; hvítur kampur huldi munninn, en þó
þóttist eg sjá þar merki hörku, eða jafnvel
grimdar, en þau hurfu þegar hann talaði eða
hló. Hann var vel tentur, nema vígtennurnar
vóru óvenjulega langar. Hendurnar vóru hvítar
og fallegar, en þó loðnari en eg hefi séð á
nokkrum manni.

Við töluðum útum alla heima og geima, um
ferð mína, um stjórnmál, sem á dagskrá eru,
sem hann vissi góð deili á, og svo drap hann
á erindi mitt, en kvaðst mundu tala um það
við mig daginn eftir.

Svo varð hvíld á samtali okkar. Þegar eg

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0033.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free