- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
28

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

38

leit í gluggann, sá eg að ljómaði af degi. Það
var kyrð á öllu, en alt í einu heyrðist
úlfaþytur. Það var eins og leiftri brigði fyrir í
hræfuglaaugum greifans.

„Heyrið þér, heyrið þér“, sagði hann, „börn
næturinnar. Þvílíkir tónar!“ — Það fór
hryillingur um mig, en hann hló vingjarnlega:

„Ó, kæri herra ! Þér borgarbúar getið ekki
skilið tilfinningar gamals veiðimanns“.

Siðan stóð hann upp og sagði: „Þér hljótið
að vera þreyttur; eg bið yður að afsaka, að eg
hefi tafið svo lengi fyrir yður. Svefnheibergi
yðar er tilbúið, og þér getið farið að hátta
þegar þér viljið. Þér getið sofið fram yfir hádegi;
þér verðið að hvíla yður. Það stendur svo á,
að eg verð að fara að heiman og get líklega
ekki komið aftur fyr en undir kvöld. Þér
megið vera áhyggjulaus. Sofið þér vel og
dreymi yður vel“.

Hann lauk upp hurðinni og hneigði sig
ljúfmannlega, og eg bauð honum góða nótt.

En eg sofnaði ekki fyr en sól var komin
hátt á loft.

Það var komið langt fram á dag, þegar eg
vaknaði. Eg fór að rifja upp fyrir mér það
sem fyrir mig hafði komið daginn áður, og
hló með sjálfum mér að þvi, hve æfintýraleg
Vilmu mundi þykja ferðasaga mín, þegar eg
kæmi heim.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0034.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free