- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
40

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

40

alt af vera að leita að mannsefninu sínu. Nú
vitið þér það alt eins og það er“.

Hann starði á mig með augnaráði, sem mér
virtist benda á að hann segði með sjálfum sér:
„Og meira fáið þér sannarlega ekki að vita“.
En eg þóttist sannfærður um það með sjálfum
mér — getur verið að mér hafi skjátlast — að
hann segði mér ekki satt.

— Eg get reyndar ekki gert mér grein fyrir,
af hverju mér stendur stuggur af greifanum —
það er svo venjulega, þegar manni geðjast ekki
að einhverjum, en eg get ekki að þessu gert, þó
greifinn sé venjulega ekki annað en ljúfmenskan
sjálf.

„— Bændurnir hér í sveitinni segja margar
sögur um höllina, og ein af þeim er um hvítu
dömuna, sem á að vera hér á sveimi og
birtast þeim sem einhver lífsháski vofir yfir hér í
höllinni. Þér þekkið sögurnar, sem fara af
hvítum dömum í flestöllum gömlum höllum í
Evrópu, en hér er eins og dálítill fótur fyrir
sögunni, þó auðvitað sé engin þörf að segja
það hverjum manni“.

Eg hneigði mig til að samsinna honum.

„Eg álít að eg þurfi ekki að vara yður við,
að festa ekki trúnað á allar þær sögur, sem
yður hafa að líkindum verið sagðar um mig
eða heimili mitt. Hér í fjöllunum er almenningur
mjög hneigður til hjátrúar, sem kallað er,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0046.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free