- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
94

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

94

að komast á brott úr höllinni, og þvi hafði eg
nærri þvi gleymt líkinn af uagu stúikunni,
sem eg sá skamt frá höiiinni. Nú kom fyrir
mig atvik, sem rifjaði þá endurminning upp
fyrir mér.

Eg sá að roskin kona i búningi
bænda-kvenna kom alt i einn fram í milli runnanna
og þangað sem likið lá. Það var auðséð á
öllu látbragði hennar, að hún var skjálfandi
hrædd og að varirnar lukust upp sem hún
ætl-aði að reka upp óp, þegar hún kom að líkinu.
Hún stilti sig þó, og benti siðan einhverjum,
sem eg sá ekki, að koma nær. — Eg sá nú
að mjór gangstígur lá þarna megin við
höll-ina við rætur klettanna, sem hún stóð á.

Þennan stig kom hópur af fólki úr
sveit-inni, menn og konur, og var að sjá hina
sömu hræðslu á yfirbragði þeirra. Þegar
þetta fólk kom þangað, sem aldraða konan
stóð, þyrptist það i kringum hana, og það var
auðséð, að hún var að segja þeim eitthvað —
og eg var ekki í efa um, hvað það væri.
Fólkið talaði i hijóði, en auðséð var, að þvi
var mikið niðri fyrir. Síðan gekk það alt
þangað sem likið lá. Eg sá það glögt; eg sá
bleikt andlitið í sólskininu; eg sá sárið á
háls-inum og blóðið á fötunum á likinu.

í þessum hóp var gamall maður, sem
virt-ist hafa yfir hinum að segja; virtist mér sem

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0100.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free