- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
139

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

139

hótel o. s. frr., það er alt farið. Mér verðnr
þi örðagt að fara heim aftur. — En
pen-ingar og verðmætir munir vðru ðsnertir og alt
annað þar sem það átti að vera.

Mér fór nú að detta margt í hug og hljóp
eg þvi að skápnum, sem ferðaföt mín hengu i
og eg hafði ekki lokið npp í marga daga.

Þar var alt farið — og ekki svo mikið sem
regnhlifln var eftir.

Eg stóð eins og þrumulostinn. Hvernig hefir
þetta orðið, og hver er tilgangurinn? Mér datt
fyrst í hug, að flýta mér til greifans, kæra
fyrir honum stuldinn og biðja hann að gera
tafarlaust ráðstafanir til ná i þjófinn, en
þeg-ar eg fór að hngsa betur um það, áleit eg
ráð-legast að gera það ekki.

Engin mnn ganga um þessi herbergi án vilja
greifans og vitundar; ekki einu sinni mnndu
Tatararnir þora að drýgja svo ósvífinn þjófnað
fyrir augum húsbóndans svo að segja. Gömlu
blindu kerlinguna grnna eg ekki; hvorki hún
né Tatarar mandu hafa neitt við það að gera,
þvi fremnr sem annað verðmætara lá fyrir þeim.
Ferðaveski mitt hefir að geyma dýra muni úr
silfri og krystalli, i vasabók minni liggur enn
álitlegurbunki af austurriskum seðlum, og
dýrind-is vindlaliylki Hggur rétt hjá pappirnum, sem
stol-ið hefir verið. Þetta hefir alt verið látið
ó-hreyft, og má ráða af því, að það hefir ekki

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0145.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free