- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
173

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - II - 4. Barón Székély

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

173

stjóri dauður á bekk við kirkjugarðinn. Á svip
hans var að sjá sem hann hefði dáið af hræðsln.
Hann var málkunnugur þeim Vilmu og Lflsiu.
Þetta fekk mjðg á Lúsíu. Hún varð nú enn
taugaveikari en áður og fór að ganga í svefni.

Vilma gekk með henni eitt kvöld meðfram
sjónum, og gengu þær þá inn í kirkjugarðinn,
eins og þær vóru vanar Þar hittu þær frænda
Lúsiu, sem Morton hét, og var með honnm
útlendnr maðar, miðaldra að sjá og mjög
ein-kennilegur útlits.

Morton sagði þeim að hann héti baron
Sxé-kély. Hann var stór vexti og þreklegur, með
svart hár, en farinn að hærast, og meðsvartau
kamp, svarteygður og hvasseygðut. Hann fór
uudir eins að tala við Lúsfn, og virtist hafa
gaman af að tala við hana.

Nóttina eftir vaknaði Vilma við það, að
Lúsía hafði farið ofan úr rúminn, og var
kom-in út að glugganum. Hún hafði dregið
glugg-tjaldið frá, og stóð i nærfötunum og með
flaks-andi hárið út við gluggann og sagði: „Ég
kem, ég kem, cn dyrnar eru lokaðar". í sama
bili gerði hún tilraun til að fleygja sér út um
gluggann. En þá var Vilma komin að
glugg-anum, tók utan um hana og dró hana aftur
að rúminu.

Lúsía varð ekki róleg fyrr en eftir Iangaa
tima. Hún gat ekki sofnað, og tautaði hvað

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0185.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free