- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
191

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - II - 11. Heimkoman

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

hennar og rak upp lágt hljóð. Hún leit við
og sá að hann var náfölur og að hann hvesti
augun í einhverju óeðlilegu æði fram undan
sér. Hún sá að hann horfði á mann sem var
að tala við dömuna. Hann var hár vexti og
tigulegur að sjá, en nokkuð einkennilegur
útlits.

Vilmu varð hverft við, þvi hún sá að þar
var kominn baron Székély, sem hún hafði kynzt
í Whitby. Henni varð þó fyrst fyrir að hugsa
um Tómas, og náði sér þvi samstundis í
létti-vagn handa þeim, og óku þau svo sem hraðast
til hótelsins.

Tómas var svo utan við sig, að hann vissi
varla hvað gerðist. Smámsaman hallaði hann
höfðinu að öxl Vilmu og sofnaði. Hann
vaknaði aftur rétt áður en þau hjónin komu heim
til hótelsins, og hafði þá gleymt því sem síðast
hafði fyrir hann borið.

Daginn eftir fór Vilma að raða ýmsu niður
heima hjá sér, sem ekki hafði verið komið í lag
þegar þau fluttu í húsið. Meðal annars fór
hún að skoða í ferðatösku þeirra, sem þau
höfðu komið með frá Sjöborgalandi. Í
botninum á töskunni fann hún böggul, sem var
vafinn innan í kirkjutíðindi klaustursins. Það
vaktist þá upp fyrir henni, að systir Agatha
hafði sagt þegar þær kvöddust, að hún hefði
lagt dótið í töskuna; en hún hafði sagt henni

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0203.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free