- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
76

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

76

stundum 10—12 fet. Sú röndin, sem snýr inn í
munnholið, er pakin löngam hárum. en sú, er út veit,
er hárlaus og slétt. Skíðishvalir lifa af ýmsum
smá-dýrum, sem þeir gleypa upp í sig með sjónum, en
þegar þeir láta ginið aptur, spýtist vatnið út á milli
skíðanna, en dýrin verða eptir; eru skiðin þannig
nokkurs konar sáld til þess, að sía smádýr úr sjónum.

Orænlandshvahir (sléttbakur) hefir ekkert bæxli
á bakinu ; hann verður nálægt 60 fetum á lengd, og
af honum fást um 100 tunnur lýsis. |>rátt fyrir hina
feykilegu stærð er Grænlandshvalurinn fjarska fljótur
í förum, og lyptir hann sér stundum alveg upp á
yfirborð vatnsins ; þegar h^nn er særður, rennir hann
sér gegnum sjóinn með meiri flýti en nokkurt gufuskip.

Reyðarhvalir hafa bæxli á bakinu, og eru
grannvaxnari en Grænlandshvalir. Stærðin er misjöfn,
frá 25—100 fet.

Hvalaveiði er mjög stunduð í íshöfunum; fara
þangað árlega mörg skip til hvalaveiða úr fjarlægum
löndum. Einkum er notað spik og skíði af hvölum,
og kjötið má hafa til manneldis. Hjá oss hefir
hvala-veiði aldrei verið stunduð að nokkrum mun ; helzt eru
skotnir smáhvalir, svo sem hnýsur og höfrungar?
All-opt rekur dauða hvali hér upp á strendur og sker,
helzt undan ís á vetrum.

Pokadýr..

Pokadýr eru ólik öllum öðrum spendýrum að því
leyti, að þau fæða mjög ófullburða unga, sem sjúga
sig fasta, þegar eptir fæðinguna, á spena móðurinnar.
Hjá mörgum tegundum eru spenarnir í poka undir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0090.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free