- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
78

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

78

alveg einkennilegt fyrir ])á. Hver fjöður er samsett
úr þremur hlutum: staf. skapti ogfönum. A
stafnum eru fjaðrirnar festar, en fanirnar ganga eins
og geislar út frá skaptinu á tvo vesu. og loða saman.
Fjaðrir, sem að eins liafa staf en ekkert verulegt skapt,
og eru lausar og mjúkar, eru nefndar dúnn.
Dúnn-inn situr jafnan næst hörundinu, eins og pel á
sauð-um og fleiri spendvrum. Aðrar fjaðrir eru
liin-ar eiginlegu pakfjaðrir, flugfjaðrir eða
stél-fjaðrir; eru pær ýmsar að lit og lögun. Á haustin,
pegar fuglarnir hafa annazt unga sina eptir pörfum,
fella peir fjaðrir; á meðan eru peir veikir og draga
sig í hlé, par til fjaðrirnar vaxa aptur. Opt hefir
karlfuglinn annan lit en kvennfuglinn, og vanalega
fegurri, einkum um pann tima, sem fuglarnir maka
sig. Sumir fuglar skipta litum sumar og vetur, og
eru sumarfjaðrirnar optast skrautlegri (rjúpur).

Líkami fuglanna er mjög léttur. því öll bein eru
ákaflega punn, en pó sterk og full of lopti en ekki
merg, eins og bein spendýranna. Bolurinn er
eggmynd-aður. stuttur og stinnur 02 ágætlega lagaðnr til þess,
að vfirvinna mótstöðu lopt.sins. Flestir fuglar hafa
mjög langan háls og liðugan, sem beygist inn að
boln-’um likt og S.

Beinabygging fuglanna likist mjög í öllum
aðalatriðum beinabyggingu mannsins og spendýranna,
J)ó út af bregði i ýmsum smám atriðum. J>au bein í
vængj-um fuglanna, sem svara til beinanna í mannshönd.
eru töluvert færri, eður að eins 3 fingur, en
framhand-leggsbeinin eru tvö. Neðan á alnbogabeininu og á
fingrunum sitja flugfjaðrirnar, sem sveifla fugluuum

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0092.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free