- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
82

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

82

köldu og tempruðu beltum, sem flytja sig burt á árí
hverju, og koma aptur á vissum tímum. J>egar haustari
og óhægra verður að afla fæðu, fljúga peir til hinna
heitari landa, en koma aptur með vorinu til fyrri
átt-haga sinna, og pá vanalega seinast peir , sem fluttu
sig burtu fyrst að haustinu. Fuglar þessir eru nefndir
f a r f u g 1 a r , og eru það t. a. m.: g æ s i r, h e 1
s-ingjar, lóur og spóar. Aptur eru aðrii’ fuglar,
sem halda sig allt árið hér um bil á sömu stöðvum,
og aldrei flytja til fjarlægra landa, svo sem r j ú p u r,
snjófitlingar, hrafnai’ ogvalir. »

Skemmtun sú er menn hafa af fuglunum er mikil
og margvisleg. Enginn dýraflokkur býður svo mikið
yndi, eður er svo fagurlega skapaður sem þeir að
jafn-aði. Fjaðraskraut sumra fngla er óviðjafnanlegt, og
röddin unaðsleg. þó þar sé samt margar
undantekn-ingar, því að ýmsir fuglar hafa ljótan og óviðíelldinn
róm. |>á eru önnur not fuglanna ekki lítils virði;
viða um lönd eru margar tegundir tamdar, og verða
þannig að miklu gagni raeð því, að kjöt þeirra og egg
eru ágæt fæða. Villifuglar eru lika mjög opt
veidd-ir. og eggjum þeirra safnað. Fiður fuglanna er notað
til margra hluta, og gengui’ þvi sem verzlunarvara.
Sumir ránfuglar gjöra samt stundum nokkurn skaða,
og eins þeir, sem etakorn og aðra ávexti; er það sarat
ekkert í samanburði við gagn það, sem aðrir fuglar
vinna með því, að eyða skorkvikindura , sem annars
mundu verða jarðargróðanum að skaða.

Fuglunum er skipt i 8 raðir, og er sú skipting
einkum byggð á lögun fótanna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0096.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free