- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
83

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

83

Itáiifuglap.

Hánfuglar hafa r á n f æ t u r. |>eir fætur eru með
fjórum tám, einni að aptan og þremur að frarnan, er
allar sitja á sömu hæð, og á hverri tá er hvöss og
bogin kló. Fuglar þessir taka bráð sína með klónum
og rifa hana sundur með nefinu, sem bæði er sterkt
og bogið. f>eir lifa af hræjum og lifandi dýrum, og
hinir stærstu taka bæði héra, lömb og fleiri spendýr.

Ránfuglar eru: fálkar, ernir, gammar oguglur.

Fátkar hafa langa vængi, kengbogið nef og
sterk-ar klær. J>eir hafa hvassa sjón og ákaflega hart flug,
og eru hugaðir og rángjarnir; þeir taka fugla á flugi
og drepa. Liturinn er ýmist næstum hvítur, grár eða
mógrár. Hinir islenzku fálkar eru frægir frá fyrri tíð.
Voru þeir víða tamdir og látnir veiða fugla, og þóttu
þá hin mesta gersemi, Er sú veiðiaðferð nú víðast
aflögð, nema helzt á stöku stað í Asíu. Smirlar eru
líkir og náskyldir hinum eiginlegu fálkum, en þó minni
vexti. |>eir eru mógráir að lit.

Ernir eru stórir vexti og mósvartir að lit. |>eir
lifa af eggjum og ýmsum fuglum ; krækja fiska upp
úr ám og vötnum, og taka opt lömb og fleiri
smávax-in spendýr. Ernir eru hér helzt við sjó og stór
sil-ungsvötn.

Gammar eru stærstir allra ránfugla. |>eir hafa
næstum fiðurlausan háls og haus, og ekki svo sterkar
klær eða nef eins og fálkar. |>eir lifa af hræjum og
eru^daunillir og seinfara. Einna stærstur allra gamma
er kondórinn í Andesfjölluin. Hann lifir hæst allra
fugla, og hefir sézt á flugi 22,000 fet yfir sjáfarflöt.

TJglur eru nætur-ránfuglar, þær eru mjúkfiðraðar.

4*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0097.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free