- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
90

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90

um, háa fætur og langan og boginn háls. J>eir eru
sumir hvitir að lit með rauðum blæ, en aðrir næstum
fagurrauðir, og allir heilfitjaðir. J>eir lifa i stórum
hóp-um í Afríku og víðar. Flamingóar byggja
strýtu-mynduð hreiður úr leir og stráum með litilli skál að
ofan, sem þeir verpa eggjum sinum i. J>eir eru
hug-litlir og varir um sig, og hafa vörð úti ef þeir ugga að
sér; verða þeir naumlega skotnir á daginn, en eru
veiddir i net um nætur, Flamingóar fljúga vel;
þyk-ir það undra fagurt að sjá þá fljúga gegnum loptið i
fleygmyrKÍuðum flokkum þúsundum saman, og bera
við bláan himin i fagurrauðum röðum, sem ýmist hefja
sig eða hniga; þegar þeir setjast allir niður, líta þeir
út í fjarska eins og rauðklæddar hermannaraðir. Eru
þeir þvi stundum kallaðir „hinir ensku
hermanna-fuglar".

Sundíuglar.

Sundfuglar eru margir og fjölbreyttir. Hin helztu
einkenni þeirra eru sundfætur, J>eir fætur eru með
fit eða sundhúð milli tánna, en að byggingu geta þeir
þó verið töluvert mismunandi. Sumir sundfuglar hafa
fitjar að eins á milli framtánna, en apturtáin er þá
annaðhvort engin eða litil og alveg fitlaus (tvifitjaðir

sundfuglar), en aðrir hafa fitjar milli allra tánna (þrí-

/

fitjaðir sundfuglar). A flestum eru fitjarnar heilar
fram á klær, en á sumum klofnar að framan, eður að
eins blöðkur á tánum (blaðfitjaðir sundfuglar). Nef
sundfuglanna er fjarska mismunandi, en þó optast
klætt að utan vaxkenndri húð. Fiður hafa þeir fast
og þykkt, sem ryður af sér vatninu, vegna fitu eður

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0104.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free