- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
104

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

104

öllu leyti; munnurinn er neðan á höíðinu og sporðurinn
skásniðinn. Ekki eru peir eins fullkomnir að byggingu
eins og beinfiskarnir, og hafa ekki eiginlegt hreistur,
heldur beinskildi (styrjur) eða beinkennda brodda eða
körtur (hákarlar). Tálknopin eru optast 5—7 á hvorri
hlið, og engin tálknlok nema á styrjum.

Styrjur hafa sömu tálknbyggingu og beinfiskarnir.
Eptir líkamanum ganga fimm beinskjaldaraðir ;
munn-urinn er tannlaus og framteygjanlegur. |>ær lifa í
sjó, en ganga upp í ýmsar stórár, til pess að hryggna
(Yolga, Duná, Rín, Elben o. fl.). Fiskurinn er etinn,
og söltuð hrognin (kavíar) pykja góð fæða, og eru dýr
verzlunarvara ; úr sundmaganum er gjört lím (húsUas).
Sumar styrjutegundir verða allt að 12 álnum á lengd,
en aðrar eru mikið minni.

Hákarlar og Skötur hafa mörg tálknop en engin
tálknlok; munnurinn liggur um pvex’t neðan á höfðinu;
verður pví fiskurinn að hvolfa sér við, og snúa
kviðn-um upp, er hann ætlar að grípa eitthvað, sem er
fyr-ir ofan hann í vatninu. Húðin er alsett hörðum
broddum og heitir skrápur.

Hákarlar eru langvaxnir og sívalir með skásporði
og synda ágætleg. J>eir eru gráðugir og grimmir
rán-fiskar, sumir hafa svo hvassar tennur og sterkar, að
peir geta stýft sundur mann um pvert. — skötur eru
punnar og flatvaxnar, með stórum brjóstuggum og
löngum hala; tálknopin eru að neðan, augun að ofan.
— Sagarfískur telst með skötum. Hann hefir langa
beintrjónu með hvössum tönnum báðum megin. Lifir
einkum í Miðjai’ðarhafinu.

Hákarlaveiði er stunduð hér töluvert3 einkum við

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0118.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free