- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
105

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

105

Eyjafjörð og á Vestfjörðum. og er opt all arðsöm. Helzt
er pað lifrin. er menn sækjast eptir, pvi lýsi úr henni
er góð verzlunarvara, og var. áður en steinolía fluttist
hingað, meginljósmatur í mörgum sveitum. Fiskurinn
er og etinn, en er fyrst kasaður og síðan purkaður.
Nýr er hann lítt ætur eða jafnvel banvænn. —
Sköt-ur veiðast hér nokkuð á sumum stöðum, en litla
pýð-ingu heíir sú fiskiveiði fyrir oss.

Undir pá dýraflokka, sem hér fara á
eptir, heyra einungis beinlaus dýr.

II. Liðdýr.

Liðdýr hafa enga beinagrind; bolurinn og
fæturn-ir eru liðaðir, og aðalhluti taugakerfisins liggur eptir
kviðnum endilöngum. Mörg eru hulin harðri húð, er
hefir líka pýðingu eins og brtnin fyrir hryggdýrin, að
pví leyti, að vöðvarnir eru festir við hana að innan.
í stað heila og mænu hafa liðdýrin taugahnút i
höfð-inu og tvöfaldan taugastreng, er liggur aptur eptir
kviðnum; er hann sameinaður á vissum stöðum með
taugahnútum. Blóðið er kalt í fiestum og litarlaust.
Liðdýrin skiptast i skorkvikindi, kongulær, fjölfætinga
og krabba.

Skorkvikindi.

Skorkvikindi hafa 6 fætur, prjá hvorum megin,
og taka myndbreytingum,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0119.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free