- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
177

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

<177

Risa-furan (Sequoia gigantea) í Kaliforníu er eitt
hið stórkostlcgasta tré í heimi, full 300 fet á hæð og
30 fet í þvermál. Cedrusviðurinn vex á Libanon og
víðar í Asíu. Einir (J. Alpina) er hin eina tegund
barrtrjáa, sem hér vex. Hann er lítill runnur með
stinnum og hvössum blöðum, kranssettum.
Köngull-inn líkist beri og er almennt nefndur einirber. J>au
eru notuð i læknislyf, og margir láta þau i brennivin.
Surnir brenna einir í húsum í stað reykelsis.

Barrtrén eru mjög gagnleg fyrir mannkynið, með
því að þau eru mörg ágætur efniviður og notuð í
margs konar byggingar, búshluti og áhöld, og úr
saf-anum er unnin tjara og terpintinolia. J>au hafa og
mikla þýðingu í myndunarsögu jarðarinnar. Mókolin
eru að mestu leyti mynduð af þess konar trjám. Eitt
hið merkasta barrtré, sem óx á mókolatimabilinu, var
pó raftréð, sem raf hefir uppruna sinn frá. Er
pað einungis steingjörður harpeis eða trjákvoða.

H. Blómlausar jurtir.

1. Blaðsporajurtir.

Brekiiur eða burknar (íilices) hafa stór
blöð græn að lit og lik að innri byggingu blöðum
blómjurtanna. Sporarnir eru innilokaðir i sporahúsum,
sem optast sitja eptir vissri röð og reglu neðan á
blöð-um eða á ummynduðum blöðum. Mörg sporahús í
sameiningu kalla menn ávaxtahóp, pótt það i raun
réttri sé ekki eiginlegur ávöxtur. Opt eru ávaxtahóp-

12

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0191.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free