- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
178

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

<178

arnir huldir hiranukonndu hreistri eða skýlu, sera
ann-að hvort er mynduð úr yfirhúð blaðanna eða
blaðrönd-inni. J>egar burknasporinn fellur í moldina, vex út af
honum dálitið blað, sem heitir „forkím", og á pví
myndast æxlunarfæri, kvennkyns (archegoníur) og
karl-kyns (antheridíur), og upp af einni „archegoníu" vex
svo nýr burkni. Meðan burknablöðin eru ung eru
pau samvafin í kufung.

Burknar peir, sem hér vaxa, eru flestir
smávaxn-ir og jurtakenndir; en í heitu löndunum, einkum
Nýja-Sjálandi, vaxa eins konar burknatré 20 álna há. Eru
pau ekki alls ólik pálmum að útliti. Margir burknar
eru skrautplöntur erlendis, og af sumum má hafa
rótar-stöngulinn og merginn til manneldis.

Á steinkolatiraabilinu voru burknar risavaxnir, og
pá ein hin helztu skógartré, er uxu á jörðunni.
Finn-ast nú viða för eptir burknablöð í steintegundum
peira, sem fylgja kolunum.

Helztu burknakyn, sem hér vaxa, eru: burkni
(Polypodium) með kringlóttum ávaxtahópum,
skýlu-lausura í tveimur röðum á hverjum blaðhluta;
smá-blað (Asplenium) raeð aflöngum ávaxtahópum og skýlu,
sem opnast á innri hlið, og tóugras (Lastrœa) með
kringlóttum ávaxtahópum og nýrarayndaðri skýlu.

tiltiugarættsis (Equisetaceœ). Stöngullinn er
sarasettur af holuin stöngulhlutura, er enda með
tennt-um blaðslíðrum, en blöðin eru samvaxin og
krans-sett. Sporahúsin sitja optast innan á marghyrndura
smáskjöldum efst á stönglinum, og myndast við pað
nokkurs konar ax. Sporarnir hafa fjaðurmagnaða

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0192.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free