- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
234

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

<234

kom ekki upp liraun, heldur aska og vikur; enda eru
pau 4500 feta há yfir sjávarflöt. En úr Sveinagjá á
Mývatnsöræfum, sem gaus sama árið, kom upp hraun
en engin aska. Hún er lika mikið lægri en
Dyngju-fjöllin. Menn hafa líka pótzt taka eptir pví, að í
fyrsta skipti, sem eldfjöll gjósa, eður eptir langa hvild,
komi ekki ætíð upp úr gígunum mikið hraun, heldur
grjót, sandur og aska. J>ví fyrst verður eldurinn, á
meðan hann er að brjóta sér leið, að kasta upp öllu,
sem ofan á liggur og fyrir er, áður en hraunið að
neð-an nær útrás. J>essa fyrstu gigi kalla menn
sprengi-gigi. J>annig var um fjallið Ararat, sem enginn vissi
að var eldtjall, fyr eu pað byrjaði að gjósa 1840, að
upp úr pví kastaðist ógurleg grjóthríð, er rigndi yfir
bæinn og klaustrið Argura, sem fór i kaf með 1500
ibúum. Eins var með Vesúvíus. Menn vissu ekki til að
hann hefði gosið, og hann var vaxinn vinviði og
öðr-um gróðri, par til árið 79 e. Kr. að ógurlegt öskuregn
brauzt upp úr honum, og undir pví urðu 3 borgir,
Stabiæ, Pompeji og Herkúlanum. Lagið ofan á peim
er 20 til 60 og sumstaðar 112 feta pykkt.

þegar hraunin koma upp úr gigunum, vella pau
út af börmunum allt i kring, eða brjóta sér farveg út
á einum stað, og renna siðan undan brekkunni (eldá).
Yfirborð peirra verður svo eptir pví hve hallinn er
mikill. J>ar sem landið er lárétt, verða pau flöt og
slétt, og stundum með litlum gárum og brukkum,
peg-ar pau ýtast saman hálfstorkin. En i halla eru pau
óslétt með nibbum, dröngum, skútum og sprungum,
svo stundum er ómögulegt um pau að fara. Hiti i
hraun-um, er pau koma upp, er 1200—1500° C. En fljótt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0248.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free