- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
236

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

<236

Brennisteinsnámar myndast sumstaðar í
nánd við eldstöðvar. |>ar sem brennisteinsgufa
streym-ir upp úr jörðinni , leysist jarðvegurinn sundur. og
sumstaðar myndast leirpyttir, sem sjóða og vella af
hitanum og gufunum, sem streyma upp úr peim.
Ná-lægt brennisteinsnámum þrífast engar jurtir.

Hverar og laugar eru heitar uppsprettur,
sem koma langt neðan úr jörðu. Hitinn á yíirborði
heitustu hvera er allt að 100° C., en mikið er hitinn
meiri neðar. Gosin orsakast af pvi, að vatnið að neðan
breytist i gufu af ofsahitanum ; en pegar guían hefir
fengið nóg spenniafl, kastar hún af sér vatninu, sem
ofan á liggur, opt hátt í lopt upp. Geysir er allra
hvera merkastur i heimi. þó eru til talsvert stærri
hverir á Kýja-Sjálandi og i Bandaríkjunum (við
Yellow-stone-B-iverj. Hverir hér á íslandi koma upp með
mikið af kisilsýru, sem þejr taka úr bergtegundum,
sem þeir fara i gegnum. Ur því myndast
hverahrúðr-ið. Hrúðurstrýtan við Geysi er 20 feta há, og
ofan i hana er skál 54 fet að þvermáli. þegar
Geysir gýs , kastast vatnið nálægt 100 fetum í lopt
upp; en niðri í jörðinni heyrast á undan ógurlegar
dunur og dynkir. pað hefir verið reiknað út, að
Geys-ir muni hafa 600—700 hesta afl. Geysir gýs ekki
nema endrum og sinnum. en sumir hverir gjósa
stöð-ugt. Sumir gjósa allt..af á vissum tima, t. d.
Litli-Geysir hjá Reykjum í Olvesi gaus jafnan áður sjöttu
hverja stund. Xú er hann hér um bil hættur.

Laugarnar eru kaldari en hverirnir, optast frá
30—50° C. £ær ern mjög viða á íslandi. Sumar
kafa .fyrst verið hverir, og kólnað með aldrinum.

Ölkeldur eru kaldar uppsprettnr með kolsýru
og fleiri uppleystum efnum. Yatnið i þeim er
bark-andi, og er sumstaðar haft til lækninga. Helzt eru
ölkeldur nálægt gömlum útbrunnum eldfjöllum.
Merk-ust hér er Bauðamelsölkelda.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0250.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free