- Project Runeberg -  A short practical and easy method of learning the old Norsk tongue or Icelandic language /
83

(1869) [MARC] Author: Rasmus Rask
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Icelandic Reader

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)Utlegdarsagan.

Gódgjördasamur madur nokkurr ásetti sér ad audsyna[1]
velgjördir einum þræli sínum, gaf honum þessvegna frelsi, skip
med öllum reida, og svo mikinn forda[2], sem nógur væri til ad
leita[3] sér lukku og frama[4] med, í hvöriu hellst landi sem hann
vildi taka sér bólfestu[5]. Þessi frelsíngi fór um bord, og lét úr
lagi[6], en skelfilegr stormur kom uppá, sem hrakti[7] hann uppa
nokkra ey, er honum syndist vera óbygd. Nú var hann búinn[8]
ad missa allt hvad hann átti, hjálpárlaus, vissi ekkert hvad af
sér mundi verda, og gat ei hugsad til seinni timanna án[9]
skélfíngar. Hann var einsog í þoku hvad hann átti ad horfa[10], gékk
áfram í þaunkum, edur réttara ad seigja þánkaleysi, þángadtil
fyri honum vard slèttur og trodinn vegur. Med gledi héllt
hann áfram þann veg, og sá áleingdar[11] stóra borg, hvad ed jók
hans fögnud, svo hann hvatti sporid[12] til ad koma þángad sem
fliótast. Hissa vard hann, þegar hann nálgadist borgina, sá
hennar innbyggjara koma í hópatali á móti sér, segja sig
velkominn med mestu blidlátum, og ad stadarins túlkur hrópadi
harri röddu[13]: þessi er ydar Kóngur! Allir fylgdu honum til
borgarinnar med fögnudi og gledilátum; hann var leiddur med
mestu vidhöfn og prakt í þá höll, hvar Kóngarnir vóru vanir
ad hafa sitt adsetur[14], var færdur í purpura kápu og dírmæt[15]
kóróna sett á hans höfud. Ædstu höfdíngjar borgarinnar sóru
honum hollustu eid í alls lídsins nafni, ad þeir skyldu vera
honum hlídnir, hollir, og trúir, einsog þeim bæri vid Kóng
sinn ad breyta[16]. Sá nýi Kóngur hugsadi í fyrstunni, ad þetta
allt væri ekki annad enn draumur, en af reynslunni hlaut[17] hann
ad gánga úr skugga[18] um, ad þetta var raunar[19] einsog þad
syndist, svo hann í huganum vard ad spyrja siálfinn sig; hvad á
þetta ad þýda? Og hvad mun sá ædsti Stiórnari allra hluta
ætla sér med mig? Þessi þánki fór aldrei úr huga hans, og


[1] Audsyna, show.
[2] Fordi, provisions.
[3] leita, search.
[4] Frami, honour.
[5] Bólfesta, dwelling.
[6] ad lata úr lagi, to leave the harbour.
[7] hrakti, drifted.
[8] búinn, finished.
[9] án, without.
[10] horfa, apply.
[11] áleingdar, from distance.
[12] hvatti sporid, quickened his paces
[13] hárri röddu, in a loud voice.
[14] Adsetur, residence.
[15] dirmætr, precious.
[16] breyta, behave.
[17] hlaut, was obliged.
[18] gánga úr skugga, be convinced.
[19] raunar, really, in fact.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Jul 3 21:57:19 2016 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/oldnorsk/0093.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free