- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
6

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

manni og mey úr Montagshúsi skal jeg steypa af
stokki, óðara en jeg sé einhvern fyrir framan mig.

Greg.: Þá ertu bleyða, því sá veikari er ætíð við
þilið.

Sams.: Já, það er satt, því konurnar liggja ætíð
fyrir ofan, af því að þær eru veikara kerið. Þess
vegna skal jeg steypa körlunum hans Montags af
stokki, en kvennfólkinu upp fyrir mig.

Greg.: En deilan er ekki nema milli húsbænda
okkar, og svo milli okkar manna þeirra.

Sams.: Það læt jeg mig einu skipta; jeg skal
hamast eins og harðstjóri og leggja fyrst karlfólkið
að velli, en kveða síðan dóminn yfir meyjunum.

Greg.: Dóminn yfir meyjunum?

Sams.: Já, dóminn yfir meyjunum eða meydómunum;
þú mátt skilja það á hvern hátt, sem þú vilt.

Greg.: Skilji þeir, sem á því kenna.

Sams.: Já, jeg skal kenna þeírra, svo að það
kennist, hve stinnur jeg er; því ekki er að efa fjörfiskinn
í mèr.

Greg.: Værirðu fiskur í fjöru, værirðu harðasti
hákarl. En, dragðu dragvendilinn! Þar koma tveir
af Montags fólki.

(Abrahara og Balthasar koma.)

Sams. : Jeg held á berum brandinum; leita þú á
þá, jeg skal bakjarla þig.

Greg.: Snúa að mèr bakinu? Viltu flýja?

Sams.: Vertu óhræddur fyrir mèr.

Greg.: Skrattinn fjarri mèr! Óhræddur jeg fyrir
þèr?

Sams.: Við skulum hafa rèttinn okkar meginn;
látum þá hafa upptökin.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0012.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free