- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
10

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Benv.: Víst stundu fyrri, frú, en heilög sólin
leit út úr glaesta gullsalnum í austri,
þá gekk eg mig að heiman hyggju þungur
og út í lundinn fagra fyrir vestan
borg vora, og sè þar fyrir allar aldir
þinn son á reiki; vildi tala við hann;
þá leit hann við og leyndist inn í skóginn;
eg bar þá saman hugsorg hans og mína,
er hefur mesta önn, ef ein má vera,
eg hèlt því mina leið, en hann gekk sína,
og kvaddi gjarna þann, er gjarna flýði.

Mont.: Hann hefur sèzt þar marga morgunstund,
að vera að drýgja döggina með gráti
og þètta loptið þungum angurstunum,
en undir eins og eygló, lífsins yndi,
er farin lengst í austri’ að draga upp,
hin dimmu tjöld frá dagsins fögru sæng,
þá læðist hann frá ljósi dagsins heim,
minn hrelldi son, og sezt þá fyrir einn
og lokar gluggum sínum svo að ljósið
hins ljúfa dags ei komist inn og býr sèr
til sjálfur nóttu. Þessi hugsorg hans
mun draga lán og heilsu honum frá,
ef heilnæm ráð ei orsök meinsins ná.

Benv.: En færðu þessa orsök, frændi, að vita?

Mont.: Eg hvorki veit nè vita fæ af honum.

Benv.: Þú hefur spurt hann opt og einarðlega?

Mont.: Já, bæði eg og aðrir fleiri vinir;
en hann, sem er sinn eiginn ráðanautur,
í raununum er sjálfum sèr—eg segi
ei trúr, — en heldur þagmælskur og þögull,
svo fjarri allri uppljóstran og tali,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0016.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free