- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
12

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Blý-fjöður! kalda bál! þú bjarti reykur!
þú heilsuleysis heilsa! vöku-svefn!
sem ert ei það þú ert. Svo finst mèr nú
að elska ekkert vit og elska samt.
Þú hlærð ei að?

Beirv.: Nei, heldur mun eg gráta.

Róm.: Af hverju, vinur?

Benv.: Út af angri þínu.

Róm.: Sjá, ástin veldur þessu böli mínu,
sem nóg er erfitt, þó að þú ei bætir
á það með hluttekningu, sem mig grætir;
þvi vinsemd sú, er sýna viltu mèr,
hún særir enn meir það, sem viðkvæmt er.
Lík reyk er ástin, þeim er sorgir soga,
og sífelt snýst í blíðan hvarma loga,
en stundum verður hrygðartára haf.
Hvað er hún fleira? Djúpsett dular-æði,
drepandi eitur, ljúffeng heilsu-gæði.
Far nú heill, frændi!

Benv.: Nei, eg fylgi þèr,

ef firrist þú mig, rangt þú gjörir mèr.

Róm.: Æ, eg er utan við mig, er ei hèr,

er enginn Rómeó, hann er horfinn mèr.

Benv.: Seg alvarlega, anntu? hverri þá?

Róm.: Á eg að bæta’ á alvöruna og játa?

Benv.: Á alvöruna? Inn mèr satt og rètt.

Róm.: Kref alvarlega sjúks manns erfðaskrár,
og auka muntu’ hans kvöl og sjúkdóms fár;
en alvarlega sagt: eg elska konu.

Benv.: Þá hitti eg rètt, er eg gat upp á ást.

Róm.: Þú hæfinn ert. Og hún er afar-fögur.

Benv.: Bjart skotmark, frændi, hægast er að hitta.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0018.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free